Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 7
D VÖL 165 rétti vlni sínum. „Ég hefi skrifað í dagbók á hverjum degi, allt það sem hún hefir sagt um hann, í von um að geta rekið eitthvað ofan í hana, en það tókst aldrei. Ég hefi skrifað um fjölskyldu hans, um skipin hans, og allskonar vitleysu, sem hann var vanur að segja, og henni þótti svo gaman að.“ „Ég gæti aldrei gert þetta,“ sagði skipstjórinn alvarlega, um leið og hann tók við bókinni. „Þú gætir það, ef þú vildir,“ sagði Pepper. „Hugsaðu þér auk þess, hvað þetta yrði gaman fyrir þig. Lærðu það utan að og komdu svo og gerðu kröfu til hennar. Hún heitir Marta.“ „Hvaða gagn myndir þú hafa af því, ef ég gerði það?“ spurði skip- stjórinn. „Hún myndi brátt komast að hinu sanna.“ „Þú kemur niður til Sunset Bay,“ sagði Pepper, og fylgdi hverju orði eftir með visifingri; „þú gerir kröfu til að fá konuna þína. Þú fylgir nákvæmlega öllu, sem stendur í þessari bók. Ég læt Mörtu af hendi við þig, og blessa ykkur bæði. Svo << „Hvað svo?“ spurði Crippen eftir- væntingarfullur. „Svo fer þú!“ sagði Pepper sigri hrósandi, „og auðvitað verður hún að skilja við mig, þar sem hún held- ur að fyrri maðurinn hennar sé á Hfi. Hún er ákaflega vönd að virð- ingu sinni; og auk þess myndi ég sjá um, að nágrannarnir fengju að vita það. Ég yrði ánægður, þú yrðir ánægður, og ef hún yrði ekki á- nægð, þá á hún ekki annað skilið,“ „Ég skal hugsa um það,“ sagði Crippen, „og senda þér svar í bréfi.“ „Geturðu ekki ákveðið það nú?“ spurði Pepper og klappaði á öxlina á honum. „Ef þú lofar að gera það, þá er það sama sem búið. Drottinn minn! Mér er sem ég sjái þig koma inn um dyrnar, henni að óvörum!“ „Er það laglegur kvenmaður?" spurði Crippen. „Mjög laglegur?" svaraði Pepper og horfði út um gluggann. „Ég get það ekki,“ sagði Crippen. „Það væri ósanngjarnt gagnvart henni.“ „Það get ég ekki séð,“ sagði Pep- per. „Ég hefði aldrei átt að giftast henni, án þess að vera hárviss um, að fyrri maðurinn hennar væri dauður. Það var ekki rétt; hvað sem þú segir, Crippen, þá var það ekki rétt!“ „Ja — frá því sjónarmiði séð,“ sagði skipstjórinn hikandi. „Fáðu þér svolítið meira brenni- vín,“ sagði flugmaðurinn sakleysis- lega. Skipstjórinn fékk sér meira, og fyrir sameiginleg áhrif vinsins, smjaðursins og þrábæna vinar síns, fór hann að líta bjartari augum á málið. Pepper notaði vopn sín svo vel, að þegar skipstjóri fylgdi hon- um út um kvöldið, var hann búinn að skuldbinda sig til að koma til Sunset Bay sem Budd skipstjóri á fimmtudag í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.