Dvöl - 01.07.1939, Side 16
Ný teng-sl yfir hafið
Eftir Karl Strand stud. med.
Fyrsta desember 1938 héldu
íslendingar hátíðlegt 20 ára full-
veldisafmæli sitt. Yfir Reykjavík
var hátíðasvipur. Fánar blöktu við
hún, skrúðgöngur fóru um götur
bæjarins, söngvar voru sungnir og
ræður fluttar. Þeir, sem þátt tóku
í sjálfstæðisbaráttunni, annað
hvort sem baráttumenn eða þög-
ulir fylgjendur, rifjuðu á ný upp
tuttugu ára gömul atvik, minntust
sigra og ósigra, samherja og mót-
herja. Sú kynslóð, sem fyrir tuttugu
árum horfði fram og glímdi við
óleyst viðfangsefni, leit nú til baka
yfir farinn veg og unnin störf.
Það kann ef til vill að þykja goð-
gá, ef fullyrt er, að þetta fullveldis-
afmæli hafi ekki átt jafn sterkan
hljómgrunn í hugum okkar, sem
fædd erum á öðrum tug 20. aldar-
innar, eins og hinna, sem eldri eru.
Eitt er víst, að okkar kynslóð —
fólkið milli tvítugs og þrítugs —
sem aldrei hefir tekið neinn beinan
þátt í þjóðernislegri baráttu, hvorki
á vígvelli orðsins né stálsins, horfir
kaldari og rólegri á allar þjóðernis-
legar tjáningar og upphrópanir en
hinir, sem gengið hafa þar fram
fyrir skjöldu. Flestum mun hætta
til þess að líta á þau réttindi, sem
þeir eru bornir og barnfæddir til,
sem sjálfsögð og eðlileg. Hitt skal
Kari atrand.
aftur á móti látið ósagt, nema að
viðkomanda hlaupi kapp í kinn, ef
taka á þessi réttindi frá honum.
Þannig gæti og farið um okkar
kynslóð, sem mótazt hefir af hugs-
unarhætti og þjóðfélagsaðstæðum
áranna eftir stríðið.
Þennan hátíðisdag, 1. des. 1938,
gerðist atvik, sem ef til vill hefir
vakið margan ungan íslending til
meiri umhugsunar en afmæli full-
veldisins. Sá atburður var útvarp
íslendinga í Vesturheimi.
Vitaskuld er það engin nýlunda