Dvöl - 01.07.1939, Page 20

Dvöl - 01.07.1939, Page 20
178 DVÖL ist kostur á því að flytja þangað námsból sín. Nægir að benda í því efni á verkfræði allskonar, sem tvímælalaust stendur í miklum blóma vestan hafs. Þá myndu og náttúru- og læknavísindi verða sjálfsögð viðfangsefni, tónlist, mál- aralist o. s. frv. Sú eina braut, sem íslendingum hefir hingað til verið rudd til náms I Vesturheimi, er styrkveiting Kan- ada-sjóðsins svonefnda. En sjóður sá er, eins og kunnugt er, stofnað- ur með gjöf Kanadastjórnar í til- efni af þúsund ára afmæli Alþingis 1930, og er ætlað það hlutverk að styrkja stúdenta frá íslandi við nám vestan hafs. Hafa nokkrir ís- lendingar þegar orðið styrksins að- njótandi. En hér vantar enn liðsauka. — Námsferðir íslendinga vestur um haf eru dýrar, og ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að einstaklingar sjái sér þær færar nema með fáum undantekningum. Hvað opinberum styrkjum viðkemur, er eðlilegt að gera ráð fyrir því, að ríkið kjósi heldur að beina þeim til náms- manna í Evrópulöndum, meðan þangað er hægt að komast, og kem- ur þar til greina sú ástæða, að þær námsferðir eru að öðru jöfnu ó- dýrari og fleirum verður því hjálp- að þar með þeirri fjárupphæð, sem ríkið getur lagt fram. En samt sem áður eru ekki enn öll kurl til graf- ar komin. Hér á landi skiptast þeir, sem áhuga hafa á sambandinu við Vesturheim, aðallega í tvo hópa. Hefir verið drepið á það hér að framan. Annars vegar er eldri kyn- slóðin, sem halda vill við þeim per- sónulegu og félagslegu kynnum, sem þegar eru og hafa verið. Þeirra viðhorf er sérstaklega þjóðernislegt. Hins vegar er yngri kynslóðin, sem enn er ókunn frændum sínum í Vesturheimi og óskar að auka kynninguna, ekki einungis af þjóð- ernislegum ástæðum, heldur einn- ig af menningarlegri nauðsyn hennar sjálfrar. Milli þessara tveggja hópa eru vitaskuld engin skörp takmörk. íslendingar í Vesturheimi hafa stofnað þjóðræknisfélag sitt í þeim tilgangi að hlúa að tungu sinni, þjóðerniseinkennum og sambönd- um við heimalandið. Sömu leiðina gætu íslendingarnir heima farið. Einnig þeir gætu stofnað til félags- skapar, sem sameinaði báðar kyn- slóðirnar, þá eldri og yngri, um það mark, að brjóta íslenzkum náms- mönnum leiðir vestur yfir hafið og vinna á þann hátt í einu að kynn- ingar- og menntunarmálunum. — Enginn vafi er á því, að sameinað- ir kraftar allra áhugamanna áþessu efni myndu verða þess megnugir að senda á ári hverju unga og efni- lega menn vestur um haf til þess að tileinka sér kjarna ameriskrar menningar og treysta um leið frændsemisböndin yfir hafið. Væri ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir, að íslenzka ríkið sæi sér hag og heiður í því að styðja starfsemi þessa fé-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.