Dvöl - 01.07.1939, Page 21

Dvöl - 01.07.1939, Page 21
D VÖL 179 lagsskapar í orði og verki, auk þess sem ýms fyrirtæki og menningar- stofnanir gætu í sama tilgangi lagt hönd á plóginn. Þá ætti félagsskapur sem þessi mikið verkefni fyrir höndum á þeim vettvangi að greiða götu þeirra íslendinga í Vesturheimi, er hingað kynnu að vilja koma og njóta þeirra menningarlegu verð- mæta, sem við kinnroðalaust getum boðið. Nefni ég þar til dæmis nám íslenzkrar tungu og fornnorrænna fræða. Vafalaust væri auðvelt að koma á mannaskiptum í þessum tilgangi, t. d. stúdentaskiptum, eins og tiðk- azt hafa við önnur lönd. Og í kjöl- far þeirrar starfsemi myndi sigla ný kynning og þekkingaraukning á íslandi og íslendingum, vestur um álfu. Til alls þessa myndum við njóta fulltingis íslendinga í Vesturheimi. Myndi það eigi verða lítils virði, sérstaklega þeim, sem leita vildu fyrir sér við menntastofnanir vest- an hafs. Hefir svo reynzt fyrr, að við ætt- um þar hauka í horni, þegar um íslenzk menningarmál hefir verið að ræða. Hér er ekki ætlunin að rita langt mál um þetta efni að sinni. Hug- mynd þessi er fram borin sem sú eðlilegasta leið, sem við blasir, frá sjónarmiði íslenzks námsmanns, til þess að tengja saman stefnu eldri og yngri íslendinga til starfa í þessa átt. En hingað til hefir of lítið heyrzt frá yngri kynslóðinni hér heima um þessi mál. Takist í framtíðinni að beina straumi vestrænnar menningar inn í íslenzkt þjóðlíf, fyrir sameinuð átök íslendinga báðum megin hafs, þá er þar með fenginn óbrotgjarn hornsteinn undir órjúfandi tengsl þjóðarbrotanna um ótakmarkaðan aldur. Sá hornsteinn yrði ekki skammæ persónuleg kynninga- tengsl, ekki yfirborðskurteisi skyldra manna, sem hittast af nauðsyn, heldur lifandi menning- arsamband tveggja heimsálfa, víxl- áhrif tveggja samætta þjóðarbrota, reist á félagslegri og menningar- legri þörf. Fyrir fáeinum vikum lét íslenzkt skip í haf og sigldi til Vesturheims — fyrsta beina siglingin milli þess- ara landa nú um langt skeið. Með því hófust verzlunarsambönd milli íslands og Ameríku, er líkur benda til, að eigi muni slitna á ný, þótt yfirstandandi styrjöld ljúki. Verið gæti, að með þessari siglingu væri hafin nýr kapítuli í sameiginlegri sögu íslands og Ameríku. Margra annarra sólarmerkja gætir, sem benda í sömu átt, þótt hér sé ekki rúm né tími til þess að rekja slíkt. Ungir íslendingar í Vesturheimi vilja gjarnan fyrir sitt leyti halda við ættar- og menningartengslum við okkur jafnaldra sína heima fyrir. En hverra er þágan? Það hefir verið rætt hér að framan. Eftir er að vita, hversu skjót við

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.