Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 21
D VÖL 179 lagsskapar í orði og verki, auk þess sem ýms fyrirtæki og menningar- stofnanir gætu í sama tilgangi lagt hönd á plóginn. Þá ætti félagsskapur sem þessi mikið verkefni fyrir höndum á þeim vettvangi að greiða götu þeirra íslendinga í Vesturheimi, er hingað kynnu að vilja koma og njóta þeirra menningarlegu verð- mæta, sem við kinnroðalaust getum boðið. Nefni ég þar til dæmis nám íslenzkrar tungu og fornnorrænna fræða. Vafalaust væri auðvelt að koma á mannaskiptum í þessum tilgangi, t. d. stúdentaskiptum, eins og tiðk- azt hafa við önnur lönd. Og í kjöl- far þeirrar starfsemi myndi sigla ný kynning og þekkingaraukning á íslandi og íslendingum, vestur um álfu. Til alls þessa myndum við njóta fulltingis íslendinga í Vesturheimi. Myndi það eigi verða lítils virði, sérstaklega þeim, sem leita vildu fyrir sér við menntastofnanir vest- an hafs. Hefir svo reynzt fyrr, að við ætt- um þar hauka í horni, þegar um íslenzk menningarmál hefir verið að ræða. Hér er ekki ætlunin að rita langt mál um þetta efni að sinni. Hug- mynd þessi er fram borin sem sú eðlilegasta leið, sem við blasir, frá sjónarmiði íslenzks námsmanns, til þess að tengja saman stefnu eldri og yngri íslendinga til starfa í þessa átt. En hingað til hefir of lítið heyrzt frá yngri kynslóðinni hér heima um þessi mál. Takist í framtíðinni að beina straumi vestrænnar menningar inn í íslenzkt þjóðlíf, fyrir sameinuð átök íslendinga báðum megin hafs, þá er þar með fenginn óbrotgjarn hornsteinn undir órjúfandi tengsl þjóðarbrotanna um ótakmarkaðan aldur. Sá hornsteinn yrði ekki skammæ persónuleg kynninga- tengsl, ekki yfirborðskurteisi skyldra manna, sem hittast af nauðsyn, heldur lifandi menning- arsamband tveggja heimsálfa, víxl- áhrif tveggja samætta þjóðarbrota, reist á félagslegri og menningar- legri þörf. Fyrir fáeinum vikum lét íslenzkt skip í haf og sigldi til Vesturheims — fyrsta beina siglingin milli þess- ara landa nú um langt skeið. Með því hófust verzlunarsambönd milli íslands og Ameríku, er líkur benda til, að eigi muni slitna á ný, þótt yfirstandandi styrjöld ljúki. Verið gæti, að með þessari siglingu væri hafin nýr kapítuli í sameiginlegri sögu íslands og Ameríku. Margra annarra sólarmerkja gætir, sem benda í sömu átt, þótt hér sé ekki rúm né tími til þess að rekja slíkt. Ungir íslendingar í Vesturheimi vilja gjarnan fyrir sitt leyti halda við ættar- og menningartengslum við okkur jafnaldra sína heima fyrir. En hverra er þágan? Það hefir verið rætt hér að framan. Eftir er að vita, hversu skjót við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.