Dvöl - 01.07.1939, Side 24
182
DVÖL
Hlustaðu á mig. — Ég fyrir mitt
leyti hefi á samvizkunni ljóta sögu,
atvik, sem veldur mér sífelldum á-
sökunum og iðrun, já, meira en það,
stöðugri eða ólýsanlegri óvissu,
sem kvelur mig ægilega.
Ég var þá tuttugu og fimm ára
og var á ferðalagi um Bretagne
með vini mínum, sem nú er Con-
seiller d’Etat. Við vorum fótgang-
andi, fórum úr einu héraði í annað.
Eina nótt gistum við á sveitabæ,
nafnið man ég ekki, það endaði á
-of.
Um morguninn var vinur minn
veikur, en þar sem það var alger-
lega ófært að liggja þarna, píndi
ég hann á fætur og af stað. Klukk-
an fjögur eða fimm komum við til
Audierne. Næsta morgun var hann
litlu betri, við lögðum samt af stað,
en brátt varð hann yfirkominn af
þreytu og sársauka, svo að við kom-
umst með mestu hörmungum til
Pont-Labbé. Þar hittum við loks á
gistihús. Vinur minn fór þegar í
rúmið, og læknirinn, sem við létum
sækja til Quimper, sagði, að hann
væri með hitasótt, en ekki gat hann
fundið orsökina til hennar.
Þekkirðu Pont-Labbé? Ekki það.
Jæja, það er einhver sérkennileg-
asta borgin í Bretagne, allt frá
Pointe du Raz til Morbihan, íbú-
arnir og borgin sjálf bera með sér
kjarnann úr hugsunarhætti Bre-
tagne-búa, munnmælum þeirra og
venjum. Jafnvel í dag er þetta fjar-
læga landshorn svo til óbreytt. Ég
segi „í dag“, því að þótt undarlegt
megi virðast, þá kem ég þangað nú
orðið á hverju ári.
Gamall kastali speglast í logn-
kyrri tjöminni, en íbúar hans eru
á stöðugri ferð, út og inn. Það eru
aðeins villtir fuglar.
í þröngum götum, sem liggja á
milli gamalla, hrörlegra húsa, sjást
íbúarnir, klæddir barðastórum
hatti, útsaumuðu vesti og fjórum
jökkum, sá innsti hylur aðeins
herðablöðin, en sá yzti nær næstum
niður fyrir stuttbrækurnar.
Stúlkurnar eru háar og grannar,
hressar og ilmandi, klæddar fötum
úr þykku efni. Kjóllinn myndar
einskonar brjósthlíf og lífstykki,
nærskorinn klæðnaður, sem gefur
grun um fegurð og yndisleik hinna
ávölu, lifþrungnu brjósta. Höfuð-
búnaður þeirra er einnig einkenni-
legur. Yfir gagnaugunum eru tvö
útsaumuð bönd, litur þeirra er val-
inn í samræmi við andlitið, þau eru
bundin aftur fyrir hnakkann, undir
hárið, sem fellur frjálst niður bak-
ið, en er einnig oft brugðið undir
lítinn barðalausan hatt eða húfu,
sem oft er útsaumuð gull- eða silf-
urþráðum.
Þjónustustúlkan í veitingahúsinu
okkar var í hæsta lagi átján ára
gömul. Hún hafði blá augu, með
leiftrandi fögrum, dökkum, glamp-
andi augasteinum og stuttar þéttar,
skínandi hvítar tennur, sem sáust
í hvert skipti, er hún hló, og virt-
ust einungis ætlaðar til þess að
bíta sundur granit. Hún kunni ekki
orð í frönsku, en talaði þessa Bre-