Dvöl - 01.07.1939, Page 30

Dvöl - 01.07.1939, Page 30
188 D VOL Kári Tryggvason: Cát Forrta oor -- Lát koma storm, með orku, sem að yngir, og yl, sem leysir klakaböndin hörðu. Hér er svo dimmt og dautt á himni og jörðu. Lognmollusnjó á klakastakkinn kyngir. Og hvergi lítur fótstig eða vörðu. En dimmt í fjarska dánarklukkan hringir. Lát koma vor. Ó, vor með yl og óma! Lát elfur ljóssins sprengja klakann sundur. Lát gerast kraftaverk og óræk undur. Þá skal ég teyga angan blárra blóma. Ó, bjarta jörð,. það verður gleðifundur — á meðan allar hörpur vorsins hljóma! sjálfan mig, já, endurtek það tím- unum saman: „Þetta er sonur minn!“ Og stundum finn ég svo ákafa löngun til þess að faðma hann að mér, en — ég hefi ekki einu sinni snert hina óhreinu hönd hans“/ Meðlimur vísindafélagsins þagn- aði og félagi hans, ráðherrann tautaði: „Já, vissulega ber okkur að hugsa dálítið meira um þessi föður- lausu börn.“ Mjúkur vindblaer fór um garðinn og vaggaði hinum stóru blómklös- um laburnum-trésins, svo að frjó- þrungið hunangsskýið umlukti gömlu mennina, sem önduðu djúpt að sér ilmandi loftinu. Og ráðherrann hélt áfram og sagði: „Það er yndislegt að vera tuttugu og fimm ára og jafnvel að verða faðir-------- Þýtt úr ensku. P. G. S.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.