Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 33
DVÖL 191 skepnum. Hún elskar hunda og hesta og kann jafnan vel við sig á bakinu á einhverjum gæðingn- um. Enda má segja, að sjaldan sé sveitastúlkan eins töfrandi og þá. Ætla ég, að margur sveinninn öfundi stundum sunnanvindinn, þegar hann leikur sér að lokkum hennar á baki Léttfeta í sólskini á reiðgötunum meðfram ánni í dalnum. Innistörf eiga ekki eins vel við sveitastúlku nútímans og útivinnan, þó að hún hafi líka á- nægju af þeim, einkum á vetrum. En í þessum efnum hefir bylting orðið á síðustu áratugum. Hefir í kjölfar hennar fylgt hispursleysi miklu meira í fari ungra sveita- kvenna, en áður þekktist. Nægir að benda á buxnaklæðnað þeirra og meira frjálsræði í framkomu allri. Birtist það jafnt í athöfnum sem í orðum, er dóttir hinnar tuttug- ustu aldar vegur hvergi nærri eins nákvæmt á vogarskálar hefðbund- ins velsæmis og fyrirrennarar hennar gerðu. Fyrir þetta er hún sakfelld af sumum hinum eldri konum, sem telja ungu sveitastúlk- una ókvenlega í sér. Mun sá dómur á nokkrum misskilningi byggður. Hún hefir að vísu ekki óviðráðan- lega löngun til húsverka og er ekki alltof gefin fyrir matreiðslu og þjónustubrögð. En hún er liðtæk við hannyrðir, og vefnaður og fata- saumur er henni vel að skapi. — Fylgist hún með tímanum eftir föngum og er dugleg að verða sér úti um tízkublöð, þó að margir örðugleikar séu því til fyrirstöðu. Hún vill klæðast vel og smekklega þegar við á. Tekst henni það oft. En fátækt, reynsluskortur og vönt- un á samanburði standa tíðast í vegi fyrir æskilegasta árangri. Hún lætur sér ekki á sama standa um útlit sitt og leggur drjúga stund á snyrtingu sína í tómstundum. Eink- um lætur hún sér annt um hárið, að leggja það og greiða. Andlits- duft á hún jafnan í fórum sínum, þegar ástæður leyfa, en hefir tæp- ast nóga leikni í að nota það í með- alhófi. Málningavörur eru lítt þekktar í skúffum hjá henni, enda hefir litur vara hennar ekki breyt- ingum tekið heima í dalnum frá því sem guð gaf hann. Eigi er þó fyrir það að synja, að dökk litkrit eða blýantur kunni á stundum að vera borinn í augnahár fyrir fram- an spegil, sé dansleikur eða æski- leg gestkoma í vændum. Unga stúlkan í sveitinni kann að meta ferðalög og skemmtanir. Er áður talað um dálæti hennar á hestum, sem eitt með öðru gerir útreiðar mjög eftirsóknarverðar. Bifreiðaferðir eru það líka í henn- ar augum, einkum ef ferðafélag- arnir eru henni að skapi. Sé svo, þá er jafnvel ómálaður kassabill gott og gilt farartæki. En mest hefir hún gaman af því að dansa og vill þá sem endranær njóta æsku sinnar í glöðum hópi jafn- aldranna. Þá gefur hún sig á vald lagboðunum og lætur stundum berast á tónabylgjum í vímu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.