Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 42
200
D VÖL
Hér hef ég fargað heilsu og kröftum.
Hugraun marga sinnið ber.
Burtu úr varga klóm og kjöftum,
kýs ég að bjarga sjálfum mér.
Þriðja vísan er bezt, dýrt kveðin
og leikandi lipur:
Byrinn ýtir beint úr vör,
boðinn spýtir hrönnum.
Skeiðin þýtur eins og ör,
undir nítján mönnum.
Sigurður var tvíkvæntur. Síðari
kona hans var prestsekkja, að Fitj-
um í Skorradal, Ragnheiður Egg-
ertsdóttir að nafni. Þó að Sigurður
væri þá af æskuskeiði, virðist til-
hugalífið hafa tekið hann all geyst,
eins og þessi vísa bendir til, er hann
sendi kunningja sínum:
Veit ég hefirðu vinur frétt,
vaxa fer mitt yndi.
Gullkóróna gimstein sett,
glitrar á hjarnar tindi.
En engin stór ósköp standa lengi,
því að nokkru síðar sendir hann
sama manni þessa vísu:
Nú er ég kvíum óláns á,
örgum bý með svínum.
Mér var stýjað frægum frá,
frændarýjum mínum.
Samkomulagið virðist líka hafa
verið stirt, eftir vísu að dæma, sem
hann kvað sunnudag einn, er kona
hans var eitthvað að nudda í hon-
um, að vanda. Vísan er svona, og
er hún víða kunn:
Þó ég gangi margs á mis,
mundi ég una högum,
ef friðarögn til fágætis,
fengl á sunnudögum.
Svo brast þolinmæðin til fulls.
Hann tók saman föggur sínar og
fór burtu með þessa vísu á vör-
Fleiri vísur Sigurðar leyfir tím-
inn mér ekki að lesa nú, og er þó
af nógu að taka. Sigurður var fað-
ir séra Helga á Melum, sem kunnur
er fyrir íslenzka bragfræði. Hefir
eplið því þar ekki falið langt frá
eikinni.
Þá bregð ég mér nú hundrað ár
áfram í tímann, fram á fjórða tug
tuttugustu aldarinnar.
Þá er það, að skáldið Halldór
Kiljan Laxness gefur út Ijóðabók.
Margir væntu mikils af hinu snjalla
skáldi og keyptu bók þessa. Meðal
þeirra var roskin kona, er heitir
Ingveldur Einarsdóttir og lengi
hefir verið til heimilis að Reykjum
í Mosfellssveit. En hún virðist hafa
orðið fyrir vonbrigðum allmiklum,
eftir vísu þeirri að dæma, er hún
kvað að lestrinum loknum. Til skýr-
ingar þeim sem ekki hafa séð um-
rædda bók, skal þess getið, að hún
var ódrýgilega prentuð, víða nokkr-
ar línur á blaðsíðu og eyður stórar
á milli. Vísan er svona:
Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver,
um kvæðin lítt ég hirði.
En eyðurnar má þakka þér,
þær eru einhvers virði.
Þessa vísu kvað Ingveldur einu
sinni á örvæntingaraldrinum:
Mér er orðið lífið leitt,
lífs er slokknuð þráin.
Stíg ég fetið eitt og eitt
út í tóman bláinn.
unum: