Dvöl - 01.07.1939, Side 44

Dvöl - 01.07.1939, Side 44
-f 202 í káetu eins stýrimannsins. Voru vínbirgðir skipsins innsiglaðar í káetunni. Sigurður gekk um skipið og stumraði yfir sjóveikum konum, sem hann var kunnugur mörgum hverjum. Skipstjóri ávítaði, í glensi, Sigurð fyrir þetta ráp og kvaðst ekki mundu þora að hafa hann um borð, vegna vínsins og kvennanna, og yrði hann settur í land á næstu höfn, nema ég tæki ábyrgð á hon- um. Ég svaraði með þessari vísu: Sigga halda fáir frá flöskum eða konum, ég skal taka ábyrgð á öllum nema honum. Vísa þessi hefir það eitt til síns ágætis, að orðaröðin er það blátt áfram, að ég hygg ekki ástæðu til að vikja nokkru orði við, þó að henni væri snúið í mælt mál. Ég ætla að fara hér með eina ey- firzka vísu, sem hefir þennan kost og er auk þess dýrt kveðin og hefir í fáum orðum sagt flest það til að bera, sem góða vísu má prýða. Höf- undurinn er Priðbjörn Björnsson, Staðartungu í Hörgárdal. Vísan er ort um hreppsnefndina í Krækl- ingahlíðinni. Hún var að fara inn í fundarhús hreppsins, sem er nokkuð sérkennilegt í laginu, ekki alveg ólíkt kuðung á grúfu, og gekk líka undir því nafni. Á eftir þeim rölti rakki, eins og ekki er ótltt í sveit, þar sem menn eru saman komnir. Vísan er svona: Þar fer Hliðar-hreppsnefndin. Hún er að skríða í kuðunginn. Ekki er friður flokkurinn. Mér finnst ’ann prýða, hundurinn. DVÖL Vísa þessi er listaverk, ein af þessum manndrápsvísum, sem Andrés heitinn Björnsson talaði um. Nú vona ég að mínir góðu „kol- legar“, hrepsnefndarmennirnir í Kræklingahlíðinni, taki ekki orð mín svo, ef þeir mega mál mitt heyra, að ég geri ráð fyrir að þetta sé rétt eða sönn lýsing á þeim. Því fer fjarri. En það er aukaatriði í mínum augum. Vísan er sjálfri sér nóg og myndi vera sama meistara- verkið, um hvaða Hlíðarhrepps- nefnd á landinu sem hún væri kveðin. Ég ætla nú að fara hér með nokkrar vísur eftir okkur Skúla Guðmundsson alþingismann og fyrrverandi ráðherra. Tilefnið var þetta: Við vorum 1 ráðherratíð Skúla staddir austur á Kirkjubæjarklaustri, ásamt fleiri mönnum. Bifreiðarstjóri Skúla var Arreboe Clausen úr Reykjavík. Þegar farið var að skipa í rúm um kvöldið, villtist stúlka sú, er leiddi gesti til sængur, á þeim Skúla ráð- herra og Clausen. Einnig má geta þess, ókunnugum til leiðbeiningar, að Skúli Guðmundsson gengur ætíð berhöfðaður. Um þetta kvað ég eftirfarandi vísur: Skúli og Clausen komu að Klaustri forðum daga. Það sem skeði á þessum stað þykir skrítin saga. Clausen var með harðan hatt, hress í bragði og glaður. Af Skúla hvorki draup né datt, hann dróst inn berhausaður.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.