Dvöl - 01.07.1939, Side 45
DVÖL
203
Kom á fólkið hálfgert hik.
Hattinum Clausen lyfti,
og eftir nokkur augnablik
urðu stjórnarskipti.
Þema ein til þeirra gekk,
þeim hún sæti velur.
Með Clausen fór á bezta bekk,
en bílstjórann í felur.
Oft hafa litlar þakkir þáð,
þeir, sem harðast púla.
Köld eru jafnan konuráð.
Clausen steypti Skúla.
Þeir sem feta stjórnarstig
og stíga í hæstu raðir.
Svei mér verða að vara sig
að vera berhausaðir.
Ókunnugur undur létt
öðlast valda-ljómann.
En enginn heldur stöðu og stétt
með stjórnarhausinn tómann.
Þessu svaraði Skúli Guðmunds-
son, fyrir þá félaga, með þessum
tveim vísum:
Þótt ’ann hefði höfuðlat
og heldur góðar flíkur,
aldrei Bjarni orðið gat
yfirmanni líkur.
Þar er ekki — það er frá —
þörf á skýringonum.
Stúlkur villast aldrei á
æðsta manni og honum.
Þá ætla ég að fara með nokkrar
af hinum svokölluðu „sláttuvísum",
sem verið hafa á margra vörum í
sumar.
Tilefnið var þetta: Vorið var ó-
venju gott, eins og menn muna og
spruttu tún með fyrsta móti. Voru
margir viðbúnir að byrja sláttinn
snemma. Ólafur í Brautarholti er
dugnaðarbóndi mikill og ætíð með
þeim fyrstu að byrja heyskap. En
nú höfðu margir hugsað sér að
verða fyrstir að bera út. En ein-
hvern veginn atvikaðist það svo, að
um það leyti sem Ólafur byrjaði
að slá, kom hann til Reykjavíkur,
hittir blaðamann frá Morgunblað-
inu. Tíðarfarið og sláttarbyrjunin
berst í tal. Blaðamaðurinn með það
i Moggann — Mogginn í Útvarpið
og óðar en varði var sú fregn kom-
in út um allt land, á öldum ljós-
vakans, að Ólafur í Brautarholti
væri byrjaður að slá. Nú þótti okk-
ur hinum Ólafur hafa skotið okkur
ref fyrir rass og þessa yrði að
hefna. Var þá eins og oftar áður,
gripið til visnagerðarinnar. Kveð-
skapur þessi byrjar á vísu, sem mér
er eignuð og er svona:
Brautarholtstúnið grænkar og grær,
grösin leggjast á svig,
Ólafur slær og Ólafur slær,
Ólafur slær um sig.
Út af þessu sprettur síðan sá
urmull af sláttuvlsum, að ég get
ekki farið með nema nokkrar
þeirra. Næsta vísa er eftir Kolbein
í Kollafirði. Hann er sveitungi Ól-
afs og varð í vegi fyrir vísunni,
þegar hún var á leið til Brautar-
holts. Grípur hann skeytið á lofti
og sendir til baka, með svohljóð-
andi vísu:
Ólafi þarf ekki að lá,
aðra menn ég þekki,
Þeir eru að slá og þeir eru að slá,
þótt þeir slái ekki.