Dvöl - 01.07.1939, Page 53

Dvöl - 01.07.1939, Page 53
DVÖL 211 síns. Það var heldur ekki að á- stæðulausu. Það gat naumast átt sér stað að Savinien héldi áfram að vera sami sveitamaðurinn og þegar hann kom til París. Enda þótt hann forðaðist háreysti vín- búðanna, þá voru margar aðrar freistingar hættulegar fyrir hann, tuttugu ára gamlan og óreyndan í lífinu. Þegar vorið kom, tók hann að fara aleinn að heiman. Fyrst reikaði hann um hin skrautlegu anddyri danssalanna og virti fyrir sér ungmeyjarnar, sem gengu um og héldu hver utan um aðra og töl- uðust við í hálfum hljóðum. Svo var það kvöld nokkurt, þegar loftið var blandað liljuilmi og dans- inn var sem ákafastur, að Savinien hætti sér inn fyrir dyraþrepið. Eft- ir það fór Jean Frangois smám saman að sjá breytingu á fram- ferði og yfirbragði vinar síns. Hann varð stöðugt léttúðugri og eyðslu- samari. Það kom oft fyrir að hann fékk lánað hjá vini sínum það, sem hann hafði aurað saman, og gleymdi að borga það aftur. Jean Fran?ois fann, að vinur hans var að ofurselja sig freistingunum. Hann fór að tortryggja Savinien, en fyrir- gaf honum alltaf og bar harm sinn í hljóði. Hann fann, að hann hafði engan rétt til þess að ásaka hann, en fékk óhjákvæmilegt hugboð, vegna þess, hvað hann var næmur fyrir öllu, er snerti vin hans að ein- hverju leyti. Kvöld nokkurt, þegar Jean Fran- qoís var að ganga upp stigann að herbergi sínu, niðursokkinn í hugs- anir sínar, þá heyrði hann manna- mál og orðasennu inni í herberg- inu. Hann þekkti strax, að það var gamli Auvergne-búinn, herbergis- félagi þeirra. Tortryggnin vaknaði hjá honum af gömlum vana og hann staðnæmdist við dyrnar til þess að heyra, hvað um væri að vera. „Já,“ sagði Avergne-búinn reiði- lega, „ég er viss um, að einhver hefir opnað kistuna mína og stolið frá mér þrem luidorum, sem ég geymdi þar í lítilli öskju. Sá, sem hefir gert það, hlýtur að vera ann- arhvor herbergisfélaga minna, ef það er þá ekki vinnustúlkan, Maria. Þetta snertir yður alveg eins mikið og mig, fyrst að þér eruð húsráð- andinn og ég stefni yður fyrir dóm- stólana, ef þér ekki leyfið mér strax að opna kistur múraranna. Veslings gullið mitt! Það var hérna í gær á sínum stað. Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig það var, svo að enginn geti ásakað mig um lygar, ef við finnum það. Ó, ég þekki þá vel, þrjá gullpeningana mína og ég sé þá í huganum, eins vel og ég sé yður fyrir framan mig. Einn þeirra var slitnari heldur en hinir; hann var úr grænleitu gulli og greypt á hann mynd Napoleons mikla. Á öðrum peningnum var mynd af gömlum manni með axla- skúfa og veldissprota. Á þeim þriðja var mynd af Filip, með kjálka- skegg, sem ég hafði markað með tönnunum. Það er ekki hægt að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.