Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 55

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 55
DVÖL 213 án þess að skilja fyllilega, hvað um var að vera. „Hlustaðu nú á mig,“ sagði Jean Frangois og tók í hönd hans. „Ég veit, að þú munir hafa stolið þrem gullpeningum til þess að kaupa ein- hverja smámuni og gefa stúlku. Það kostar sex mánaða fangelsi. En ef maður hefir einu sinni verið í fangelsi, þá fer maður þangað aft- ur og verður stöðugt viðfangsefni dómstólanna. Ég skil það vel. Ég hefi verið sex ár í betrunarskólan- um, eitt ár í St. Pelagie, þrjú ár í Poissy og fimm ár í Toulon. Þú skalt ekki vera smeikur! Ég hefi séð fyrir þessu öllu og tekið sökina á mitt bak.“ „Það er hræðilegt,“ sagði Savin- ien og vonarneisti kviknaði í hug- lausu hjarta hans. „Þegar eldri bróðirinn er í her- þjónustu, þá situr sá yngri heima,“ svaraði Jean Frangois. „Ég fer í staðinn fyrir þig, það er allt og sumt. Þér þykir ofurlítið vænt um mig, er það ekki? Þá hefi ég fengið fulla greiðslu. Vertu ekki barna- legur. Engar mótbárur. Lögreglan hefði hvort sem er tekið mig ein- hverntíma, því að ég er stroku- maður úr fangelsi. Lífið í fangels- inu verður því ekki eins örðugt fyrir mig eins og fyrir þig. Ég þekki þetta allt og ég skal ekki kvarta af því að ég veit, að ég hefi ekki gert þennan greiða fyrir ekki neitt, ef þú vilt sverja að gera þetta aldrei aftur. Savinien, mér hefir þótt vænt um þig og vinátta þín hefir gert mig hamingjusaman. Það er einmitt síðan ég kynntist þér, að ég hefi verið heiðariegur og ráð- vandur maður, eins og ég hefði að líkindum alltaf verið, ef ég hefði átt föður eins og þú, til þess að kenna mér að vinna, og móður til þess að kenna mér góðar bænir. Það eina, sem ég hefi harmað, er það, að ég var þér gagnslaus og blekkti þig gagnvart sjálfum mér. í dag hefi ég kastað grímunni til þess að bjarga þér. Það var rétt af mér að gera það. Hættu að gráta og faðma mig, — ég heyri þungt fóta- tak í stiganum. Þeir eru að koma með lögregluna og við megum ekki koma upp um okkur.“ Hann þrýsti Savinien snögglega að brjósti sér og frá sér aftur. í sama bili voru dyrnar opnaðar. Það var húsráðandinn og Av- ergne-búinn með lögregluna. Jean Frangois stökk fram að dyrum og rétti út armana í áttina til handjárnanna og sagði hlægj- andi: „Áfram út í þetta slæma hlut- skipti!“ f dag er hann í Cayenne, dæmdur til dauða, sem óbetranlegur glæpa- maður. / síðasta hefti féll úr ein lína í prent- uninni á nokkru af upplaginu. Hún er svona: reksturshallábúskap, selt eignir sínar ef —. Þessi lína á að vera efst á síðasta dálki bréfs Jóhannesar Björns- sonar, bls. 157. Geta þeir, er hafa fengið hefti, þar sem þessa linu vantar, skrifað hana inn í hefti sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.