Dvöl - 01.07.1939, Síða 63

Dvöl - 01.07.1939, Síða 63
DVÖL 221 „Ef það hefir verið synd, þá iðr- ast ég þess.“ „En þú skalt ekki láta þér koma til hugar, að ég veiti þér fyrirgefn- ingu nú. Við skulum bíða fáeina daga. Hver veit! Við skulum sjá, hvernig veikindi unga mannsins haga sér. Nú ferð þú. Ég óska ekki eftir að heyra meira í dag. En þegar þú nálgast rúmið, þá blygðastu þín, þú skilur.“ „Ég blygðast min alltaf.“ „Það er gott.“ Nokkrum dögum síðar kom Filo- mena aftur til skriftaföðurins. „Jæja, hvernig líður nr. 7?“ „Ég held, að hann sé mikið hress- ari.“ „Og hvað segja læknarnir?“ „Þeir segja að honum muni batna.“ „Barnið mitt. Það er engin von fyrir þig framar." „Ég sagði honum það.“ „Hvað sagðirðu honum?“ „Ég sagði honum, að ég væri glötuð vegna hans, og að ég mundi ekki hafa kysst hann, hefði ég vitað að hann myndi lifa.“ „Og hverju svaraði hann?“ „Hann sagðist ekki vilja valda glötun minni og að hann mundi gera það, sem í hans valdi stæði til þess að bjarga mér.“ „Hann verður að gera það með sínum eigin dauða!“ „Já, faðir! Hann hefir unnið eið að þvi að þann dag, sem hann verð- ur fullbata, skuli hann fyrirfara sér mín vegna.“ YorYísnr Eftir Helgu Halldórsdóttur Vetur lœðist brott, nú bræðist brátt úr svæði klakahúð. Vizkan glæðist, vonin fæðist, vorið klæðir allt í skrúð. Vetrarofnar viðjur rofna, vakna sofnuð jarðarblóm. Fræin klofna, foldin dofna fyllist Lofnar gleði-óm. Vindar dvína, veður hlýna. Vogar skína, þegar sól geislalínið létta, fina lætur krýna dal og hól. Lægir sjóa. Syngur lóa, sjá má nóga umbreyting. Lauf, sem gróa, lita móa, lífið þróast allt um kring. Allt, sem bærist, fjör í færist. Fold og særinn störfin ljá. Gleðin hrærist, hugur nærist, hennar tæru lindum á. Sumri ann ég. Ánægð vann ég oft við kannað jarðarskraut. Gleðiranna fyrst þá fann ég fegurð sanna lífs á braut. Það varð þögn. Skriftafaðirinn hugsaði sig um. Svo sagði hann blíðlega, en með ströngum svip: „Að öllu athuguðu er bezt að veita þér fyrirgefningu.“ E. B. þýddi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.