Dvöl - 01.07.1939, Síða 75

Dvöl - 01.07.1939, Síða 75
DVOL 233 Jóhannes úr Kötlum: Hart er í heimi. Kvæði. Bókaútgáfa Heimskringlu. Reykjavík 1939. Nafn nýjustu kvæðabókarinnar frá hendi Katlaskáldsins er naumast aðlaðandi í augum þeirra ljóðavina, sem undanfarin ár hafa drukkið af þeim haföldu-skýja- fars-sólstafa-uppsprettum, sem flætt hafa yfir íslenzkan bókamarkað. Og þeir, sem hér á árunum sofnuðu við Bí, bi og blaka Jóhannesar og heyrðu álftir hans kvaka með morgunsárinu, eiga ef til vill — sumir hverjir — erfitt að fylgja honum á göng- unni nú, þar sem lóuklið og lindarhjali blandast orrustugnýr og angistarvein slokknandi lífs. En undrast nokkur, þótt öðru hvoru kveði við hrjúfur strengur í hörpu skáldanna nú á dögum, ef þau eru svo skyggn að fá séð út yfir takmörk þess hugarheims, sem rómantískir sveitadrengir lifa og hrærast í? Þessi bók kemur ekki flatt upp á neinn. Hún er beint framhald af síðustu bókum skáldsins. Þótt allvíða bregði fyrir nýjum tónum, breytir það litlu um heildaráhrif verksins, þegar þess er notið til enda. Hatur skáldsins á mannlegri eymd, orsökum hennar og afleiðingum er enn sem fyrr grunntónninn, máttugur og þungur. Og nú vefst inn í hann önnur rödd, að vísu sömu ómtegundar, en það er rödd þeirrar sálar, „sem elskar hvert hjarta, sem lifandi slær“, rödd miskunn- seminnar gagnvart dýrunum. Kvæði eins og „Hvitar kindur" og „Stjörnufákur" eru drjúgur skerfur til þeirrar baráttu, sem hræsnilaust vinnur að því að opna augu manna fyrir skyldleika þeirra við dýrin og vekja bróðurlegar kenndir og þrá til raunabóta í brjósti hvers manns, sem skynjar þjáningu, jafnvel þótt hún spegl- ist í hrossauga eða bergmáli í kindar- jarmi. Þegar frjálsi, íslenzki afréttarfol- inn er orðinn „treg og úfin húðarbikkja" í erlendri kolanámu, verður leyniþráður- inn, sem Matthías talaði um forðum daga, til þess að færa yl og birtu inn í rökkur síðustu stundanna: — Þó varð bjart í þessu fjalli, þegar inn að hestsins stalli klöngraðist einn í kolamyrkri karlinn lotni, — vinur hans. Hokinn karl varð hraustur strákur húðarbikkjan stjörnufákur. „Hvítar kindur“ er seiðmagni þrungið listaverk um lífsgleði og dauðastríð ærinn- ar, sem fæðir lambið sitt elskulegt hel- særð eftir rándýrskjaftinn. Nafn bókarinnar er engin tilviljun. Spánn, Abessinía, Kína og Tékkar eiga þar hver sitt kvæði og sum fleiri en eitt, og önnur kvæði koma beint eða óbeint inn á þessi efni. — Þá eru nokkur stórkvæði, baráttu- og hvatningarljóð, krydduð dá- fögrum lýsingum. Meðal þessara kvæða má telja „Þegar landið fær mál“, „Friður" og „Hvað nú, ungi maður", sem er mann- kynssaga, að vísu í annarri útgáfu en sú, sem kennd er í skólunum, en eigi að síður girnileg til fróðleiks. Rúmið leyfir ekki til- vitnanir i þetta snjalla kvæði, enda verður að lesa það í heild til þess að hafa þess full not. Þá er eftir að minnast á þann þátt bókarinnar, sem laus er við vopnabrak og kvalastunur samtíðarinnar. Þar eiga heima kvæðin „Heimþrá", „Ástarkvæði til moldarinnar" o. fl. Eitt þeirra nefnir skáldið „Mitt fegursta kvæði —í því eru þessi erindi: Mitt fegursta kvæði var kveðið í ró út.viS kyrrlátan sjó,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.