Dvöl - 01.07.1940, Page 6

Dvöl - 01.07.1940, Page 6
164 DVÖL fór í hann utan yfir pilsið og peys- una, af því að það var hlýrra og af því að hin konan var rjóð í kinn- um. Nokkra stund lagaði hún hárið og nuddaði kalt andlitið; svo bað hún konuna á neðri hæðinni fyrir barnið, en gekk sjálf út á götuna, þar sem strætisvagninn hafði ekið fram hjá henni. Hjarta hennar brann af löngun eftir að hitta þessa konu; að koma fram hefndum á henni — og honum. Allan morgun- inn var hún á reiki fram og aftur. Öðru hvoru gengu unglingspiltar í veg fyrir hana og reyndu að koma af stað samræðum, en þeir höfðu sig fljótlega á brott, eins og eitt- hvað í svip hennar varpaði skugga á þeirra góða tilgang. Fyrir fimmt- án aurana keypti hún sér pylsu, borðaði hana, fór heim, gaf barn- inu að sjúga og fór svo út að nýju. Það var orðið áliðið dags, en samt hélt hún rölti sínu áfram, stöðugt knúin af þessari sömu þrá; og allt- af brosti hún öðru hvoru við manni og manni, sem varð á vegi hennar. Það er ekki gott að segja, hvað hún hefir álitið að vinnast myndi með þessu brosi, því að enginn hefði getað endurgoldið það, jafn-gleði- snautt og það var; og samt veitti það henni undarlegan, dauðan fögnuð, eins og henni fyndist það einn liðurinn í hefnd sinni. Snarp- ur vindur rak ský yfir bláan, heið- an himininn, og fyrstu blómknapp- arnir titruðu fyrir þessum vindi. Á sumum torganna létu dúfurnar einnig til sín heyra; og hver einasti maður virtist vera á hraðri ferð og auðugur að hamingju. En vorið sigldi um loftið, án þess að eftir því væri tekið af þessari ungu konu, sem endalaust reikaði og slæptist um götuna, þar sem strætisvagninn hafði ekið framhjá henni. Um klukkan fimm blés hefndar- þorstinn henni enn einni kynlegri fyrirætlun í brjóst. Hún sveigði út af braut sinni og hélt til hvíta hússins, sem hún hafði séð „fína herrann" hverfa inn í kvöldið áður. Hún hikaði góða stund, áður en hún hringdi dyrabjöllunni, en spurði því næst ósköp dauflega, hvort hún mætti tala við „herr- ann“, og röddin var dálítið gróf og hás, vegna þess hve oft hún hafði fengið kvef, þegar hún var að selja blómin. Stúlkan fór inn til þess að aðgæta, hvort það væri hægt, og hún beið í anddyrinu á meðan. Þar var spegill, en hún leit ekki i hann, heldur stóð í sömu sporum og ein- blíndi niður í gólfið. Henni var vísað inn í stofu, sem var bjartari, hlýrri og undarlegri en nokkur stofa önnur, sem hún hafði stigið fæti sínum í; henni fannst eins og settur hefði verið fyrir sig fullur diskur af mjúkum, dökkum og glæsilegum jólabúðingi. Veggirn- ir voru hvítir og allt, sem af viði var gert, var hvítt; brún flostjöld voru fyrir gluggunum og allar myndir í gullrömmum. Hún gekk inn í stofuna og brosti eins og við mönnunum úti á göt- unni. En brosið dó óðara út á

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.