Dvöl - 01.07.1940, Síða 8

Dvöl - 01.07.1940, Síða 8
166 D VÖL Tveir eða þrír karlmenn stöðv- uðu för hennar, en nú brosti hún ekki lengur við þeim, og þeir höfðu sig fljótlega á brott. Himininn var heiður og kalt í veðri; en hún fann ekki til kuldans. Hún hafði ekki augun af strætisvögnunum, þessum miklu heimkynnum hlýj- unnar. Löngu áður en hver og einn þeirra vaT kominn á móts við hana, voru augu hennar tekin að leita, og löngu eftir að þeir höfðu skrölt framhjá, starði hún á eftir þeim undan börðunum á svarta strá- hattinum sínum. En það, sem hún svipaðist eftir, kom aldrei í ljós. Mitt í hávaða og kyrrðaraugna- blikum umferðarinnar, mitt í óró og hrærigraut götuljósa og skugga, mitt í óró og myrkri hennar eigin hjarta, flaug henni drengur- inn í hug, og hún hraðaði sér heimleiðis. Hann svaf ennþá og eldurinn var ekki dauður. Hún dróst í rúmið, slituppgefin og í öllum fötunum. Ef andlit hennar minnti á steinmynd í vökunni, þá líktist það henni þó enn meir und- ir dularhjúpi svefnsins, þegar svört augnahárin hvíldu á kinnbeinun- um og varirnar aðeins skildust að. í svefninum neri hún saman hönd- unum og umlaði. Hún vaknaði um lágnættið. Ennþá lifði eldurinn á arninum og við bjarmann frá honum sá hún manninn sinn ganga með- fram fótagaflinum á rúminu. Hann mælti ekki orð og leit ekki á hana, en settist við eldinn og bjóst til þess að fara úr stígvél- unum. Þessi hversdagslega athöfn gerði hana óða af reiði. Svo að hann gat komið heim, þegar hon- um þóknaðist — eftir að vera þar, sem hann hafði verið, og það, sem hann hafði verið, þessi — ! En hún gaf ekkert ofboðshljóð frá sér; henni hugkvæmdist ekkert orð nógu ljótt til þess að velja honum. Eftir þrjá daga — eftir það, sem hún hafði séð — eftir alla bið hennar — og göngu — og þján- ingar — þá fór hann úr stígvélun- um! Hún reis ofur-hljóðlega upp við dogg í rúminu til þess að sjá atferli hans betur. Ef hún hefði opnað munninn, þá hefði það orð- ið til þess að öskra upp yfir sig; önnur hljóð hefðu ekki nægt til þess að létta á hjarta hennar. Enn mælti hann ekki orð og ekki leit hann á hana. Hún sá hann mjaka sér niður af tréstólnum, eins og hann ætlaði að skríða beint inn í eldinn. Og hún hugsaði með sér: „Skyldi hann mega brenna sig, þessi — !“ Ókvæðisorð var efst í huga hennar, en komst aldrei fram á varirnar. Hún sá aðeins, að hann sat í hnipri við eldinn; hún heyrði tennurnar glamra í munni hans, og hún naut þess að heyra það. Svo heyrðist ekkert til hans fram- ar, og hún hélt einnig niðri í sér andanum. Var hann sofnaður? Henni var um megn að hugsa til þess, að hann skyldi sofa nú, með- an ofsinn lék lausum hala í sál hennar. Hún rak upp lágt, reiði-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.