Dvöl - 01.07.1940, Side 10

Dvöl - 01.07.1940, Side 10
í dag er eins og sólin sinni pví einu að seiða fram ástljóð til vorsins í hjarta mínu. Og það er eins og veröldin nenni ekki neinu nema því, sem hún aðhefst að gamni sínu. Því kornung ský fara í skemmtiferðir með blœnum, og skipin sigla um hafið í meiningarleysi. Og ströndin speglar borgir sínar í sœnum. í sindrandi musteri breytast hin jarðnesku hreysi. Og loksins, upp úr landafrœðinni minni, sem ég las í bernsku en trúði ekki fyrr en núna, rísa Atlasfjöllin í fyrnsku sinni, og falleg, skínandi þorp, upp til efstu brúna, glóa sem leikföng er saklaus börn hafa borið við barm sinn einn fagran dag út í sólina og vorið.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.