Dvöl - 01.07.1940, Page 11

Dvöl - 01.07.1940, Page 11
D VÖL 169 Ég leita fylgsnis hjá guði dagrenningarinnar, að hann varðveiti mig frá ógnum þeirra hluta, sem hann hefir skapað; frá hættum næturinnar, þegar hún kemur, frá hættum fjöllyndra kvenna og frá öfund hinna öf- undsjúku. Kóraninn. Æðstur guða, veit oss hið góða, hvort sem vér beið- umst þess eður ei, en hald oss frá því illa, þótt vér æskjum þess. Plato. Þó að þú takir hungraðan hund upp af götu þinni og gerir hann feitan, þá þarft þú ekki að óttast, að hann bíti þig. Það er aðalmunurinn á manni og hundi. Mark Twain. Blessaður sé sá, er gaf oss svefninn. Hann er mat- ur þess svanga, drykkur þess þyrsta, hlýja þess kalda og svali þess heita. Hann er gjaldmiðillinn, sem kaupir lágu verði öll heimsins gæði, og hann jafnar muninn milli kóngs og smala, fræðimanns og flóns. Cervantes. Það erfiða er það, sem hægt er að gera strax; það ómögulega tekur dálítið lengri tíma. Santayana. Eftir því, sem tímar líða, munu hin þröngu og eigin- gjörnu sjónarmið hverfa smátt og smátt. Æðsta mark- mið hvers einstaklings verður þá að eiga hlutdeild í því að byggja upp betri heim. Spencer. S

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.