Dvöl - 01.07.1940, Page 12

Dvöl - 01.07.1940, Page 12
170 DVÖL Frá Hvalflrði Mærin frá Cfautlandi Eftir Stefiin .1 ónsson slióliistjói'ii f StyUliisliólmi Við vesturströnd Svíþjóðar, í hinu sögufræga Eystrasalti, liggur eyjan Gautland. Á 10. öld réði þar ríkjum jarl einn, ríkur og stórættaður, er Haraldur er nefndur. Hann átti tvö börn, er sagan getur um, og hétu þau Hróar og Helga. Ríkið er ekki stórt, en jarlsheitið er göfugt. Hróar er víkingur, sem herjar um höfin, en Helga jarls- dóttir er hin prúða heimasæta. Gautland er í siglingaleið og þar ber margan göfugan gest og hraust- an víking að garði. Hinir gauzku sveinar eru örir og ástheitir, en Helga jarlsdóttir lifir enn í heimi drauma sinna. Útþráin togar. Hún sér í hillingum fagurbúin skip með hraustum víkingum, ókunn lönd og æfintýri. En riddarann úr æfintýr- inu hefir hún enn ekki fundið. — Eyjan fjarlæga í hinum köldu norðurhöfum er henni ennþá ó- kunn. Hana grunar sízt, að þangað liggi sporin. Og rás viðburðanna fellur sinn veg. Því er bezt lýst í kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hann lætur Helgu sjálfa tala: Ég var ung og átti forðum elda þá, sem heitast brenna. Ég hlaut mest af ástarorðum

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.