Dvöl - 01.07.1940, Síða 14

Dvöl - 01.07.1940, Síða 14
172 D VÖL hún hefir verið. Helga ann ennþá Herði og hefir eignazt með honum tvo hrausta sonu. Hún hefir alið þá upp í anda hinna hraustu víkinga. Hinn eldri er þegar 7—8 vetra og orðinn hinn færasti sundgarpur. Vafalaust hefir Helga ekki farið úr hólmanum, eftir að hún hraktist þangað. Hún hefir, eins og mörg húsmóðirin hér á landi, unnið sín fábreyttu skyldustörf, fórnað sér fyrir unga sonu og reynt að halda við ástinni, sem tengdi hana við fullhugann Hörð, þrátt fyrir það, að hún hefir hlotið að sjá, að hverju stefndi með framferði þeirra Hólm- verja. Hún er sönn mynd hinnar göfugu konu, sem er sterk og heit í ást sinni og þolgóð og fórnfús í mótlætinu. Söguritarinn reynir ekki að trana Helgu fram. Hann segir með fáum orðum frá hinu glæsilega afreks- verki hennar, og getur hennar að- eins einu sinni í frásögn sinni um Hólmverja. Geir, fóstbróðir Harðar, kemur hættulega særður úr einni ránsförinni. Sagan getur þess þann- ig: „Helga var góður læknir og græddi Geir at heilu.“ — Af þessum fáu orðum má lesa óskráðan þátt um líf Helgu í eynni. Hún er góður læknir og græðir særða „at heilu“. Það er hennar hlutverk að lina þjáningar hinna særðu og græða að fullu þau sárin, er ekki gerðust banvæn. Þarna er Helga enn ímynd hinna beztu kvenna, þeirra, sem fórna æfi sinni og lífsþreki til líkn- arstarfa. Nú fer að líða að lokaþættinum í sögu Helgu jarlsdóttur. — Hinn mikli svika- og hefndadagur renn- ur upp. Bændurnir í nágrenninu hafa svarið þess dýra eiða að ganga milli bols og höfuðs á útlögunum í hólmanum og keypt hinn versta mann til að bera friðarorð á milli með svik í huga. Hann kemur í hólmann og segir frá boðum bænda um sakaruppgjöf við útlagana, ef þeir láti af sínum fyrri spellvirkj- um og yfirgefi hólmann. Geir, fóst- bróðir Harðar, og margir fleiri trúa orðum hans. Þeir þrá frelsið og friðinn og láta blekkjast. Þeir eru síðan fluttir i land í smáhópum og höggnir, þegar að landi kemur. — Hörður er tortrygginn og yfirgefur hólmann síðastur sinna manna, en lætur þó að lokum glepjast af fag- urgalanum. En Helga trúir ekki friðarboðunum. Hún hefir ekkert gott reynt af frændum Harðar og löndum. Hún neitar að fara og verður ein eftir í hólmanum með syni sína tvo, annan fjögra og hinn átta vetra. Hörður fer sömu för og hinir, en tekst þó áður að launa svikaranum að verðleikum. Hann er síðan veginn eftir frækilega vörn. Helga bíður í hólmanum með ungum sonum. Þegar Hörður kemur ekki aftur, ræður Helga það af lík- um, hvað gerzt hafi. Hún ber harm sinn í hljóði, en hugsar ráð til bjargar. Við höfum fyrr í sögunni kynnzt henni sem ástheitri unn- ustu, sem þolinmóðri og þrekmikilli eiginkonu og sem lækninum, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.