Dvöl - 01.07.1940, Side 15

Dvöl - 01.07.1940, Side 15
D VÖL 173 græðir sárin. Nú birtist hún í nýrri mynd sem afrekskona og hetja. — Helga jarlsdóttir hugsar ráð sitt. Hún legst til sunds úr hólmanum með yngri drenginn bundinn við sig og eggjar hinn til sundsins. — Hún nær landi með yngri soninn, en verður samstundis að leggja aft- ur til sunds til þess að bjarga þeim eldri, og var honum þá farið að „daprast sundið“, eins og sagan segir svo fáort og fagurlega. Afrek Helgu jarlsdóttur er mesta hetjudáð, sem enn hefir verið sýnd af konu við íslandsstrendur. Það er glæsilegasta sundafrek fortíðarinn- ar og dýrlegt vitni um hetjudáð móður. Hjartað var þeim böndum bundið, sem brúði veika aö lietju gera. Til hinzta dags skal Helgusundið heiðinni móður vitni bera. Hin lífsreynda kona unir ekki lengi á íslandi eftir að sá er fall- inn, er hún fylgdi til landsins. Eldri sonurinn er veginn, er hann vill koma fram föðurhefndum 12 vetra. Þá hverfur Helga af landi brott með yngri soninn og sér ísland aldrei framar. Lengra fylgir sagan ekki Helgu. En mælt er, að hún hafi engum manni unnað öðrum en Herði. Allir glæsilegustu eölisþættir konunnar koma skýrt fram í lífs- sögu Helgu jarlsdóttur. — Konan er ástheitari en karlmaðurinn og lætur tilfinningarnar ráða meira gerðum sínum. Hún er þrautseig- ari og þolinmóðari í raunum lífsins. Eðli hennar er að hjúkra og líkna, og hún er hetja, sem drýgir ofur- dáðir, ef nauðsyn krefur, en þó fyrst og fremst til verndar og bjargar börnum sínum. Og þá er komið að því hlutverki konunnar, sem göfugast er, og þaö er hlutverk móðurinnar. Dýrlegasta hlutverk konunnar er að vera móð- ir. Hver þjóð, sem ann sínum þroska og vill styðja framfarir og aukna menningu, á að búa vel að móður- inni, henni, sem hefir það mikla hlutverk, að ala og fóstra syni og dætur þjóðarinnar. Fáir hafa lýst betur starfi móðurinnar en Guð- mundur Friðjónsson í kvæðinu „Ekkjan við ána“: Er börnin voru í ómegö, hún bjó við marga þraut, hjá börnunum í ellinni þess hún ajtur naut. Hún kenndi þeim aö lesa, kemba, prjóna og spinna — hún kenndi þeim fyrst að tala og svo að ganga og vinna. Er búið var að lesa, hún bar þeim kvöldverðinn, og breiddi siðan ofan á litla hópinn sinn. Á versin sín þau minnti og vermdi kalda fœtur, en vakti sjálf og prjónaöi fram á miðjar nœtur. Við skulum vona, að íslenzka þjóðin megi eignast sem flestar konur líkar Helgu jarlsdóttur, ást- heitar, trygglyndar, þolinmóðar, brjóstgóðar og með hetjustyrk í barmi. Og þó fyrst og fremst margar góðar mæður, sem skilja og rækja hlutverk sitt.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.