Dvöl - 01.07.1940, Síða 17
DVÖL
175
dapurlegu, en óumflýjanlegu, endalok þess.
Þegar síðasta roðablikið hvarf af aust-
urfjöllunum, reið séra Jón í hlaðið á
Hjalla. Hjalti Helgason, kviklegur maður
og hvatur í máli, fagnaði vel fornvini sín-
um og leiddi til stofu. Eftir að presturinn
hafði neytt matar og Hjalti hafði spurt
um líðan tengdamóður sinnar — aðallega
fyrir siða sakir, fannst séra Jóni -— gekk
húsráðandi að litlum skáp í stofuhorninu,
opnaði hann og mœlti:
„Hér geymi ég mín náðarmeðul, Jónki,
og nú verður þú til altaris hjá mér í
kvöld.“
Því næst setti hann drykkjarföngin á
borðið fyrir framan prest. Séra Jón hafði
alla daga verið hófsmaður, en þó ekki
skorazt undan að bergja á glasi í góðum
félagsskap. Og þarna í hlýrri og vistlegri
stofunni hafði hugblærinn frá sóttarsæng
gömlu konunnar þokast svo langt í burtu,
að hann gat ekki neitað gömlum félaga
um að skála við hann, enda þótt af nokk-
urri léttúð hefði verið á náðarmeðulin
minnzt í þessu sambandi.
Fyrsta glasið yljaði svo undur notalega
fyrir brjósti.
Hjalti Helgason hellti aftur í glösin.
„Jæja, Jónki. Ja, ég ætti víst að segja
séra Jón, en hitt er tungunni tamara frá
gömlum dögum.“
„Vertu rólegur. Ég móðgast ekki af þessu
ávarpi," greip séra Jón fram í.
„Jæja, sjáum til, gleðilegt er að heyra
það. Já, Jónki, nú hefir þú hlotið vígslu,
kjól og kall, og ert orðinn séra, bæði fyrir
guði og mönnum. En ég? Ég er bara
bóndadurgur í gömlu sveitinni minni, föð-
urlandinu, þar sem enginn verður spámað-
ur. Þannig er nú kjörum okkar skipt. En
segðu mér eitt í fullri hreinskilni, séra
Jón. Ert þú nokkuð sælli en við, bænda-
karlarnir?"
Þessi spuming kom óþægilega óvænt, og
séra Jón minntist hinnar skyndilegu löng-
unar áður um kvöldiö, til að vaða í leir-
keldunni. Hann drakk úr glasinu, sneri
Því milli fingranna og sagði:
„Hvort ég er sælli en þið bændumir, er
ekki á mínu valdi að meta. Ég get aðeins
fullvissað þig um, að ég er ánægður í mínu
starfi. Ég hefi náð því takmarki, sem ég
setti mér, þegar við vorum saman í skóla,
og ég vona að framtíðarstarf mitt megi
bera góðan ávöxt."
„Já, Jónki — nei, séra Jón — þú hefir
náð takmarki skólaáranna, hempunni og
kallinu. En ég átti ekkert takmark á þeim
árum. Það var blessaður sauðurinn hann
faðir minn, sem ætlaði að gera mig að
gullhnöppuðum sýslumanni. Það mistókst
eins og þú veizt. Mitt hlutskipti varð þó rík
og falleg heimasæta, og þótt auðurinn og
fegurðin hafi eyðzt með árunum, er það
aðeins endurtekin gömul saga. Mitt hlut-
skipti hefir orðið gott, og reyndar betra
en ég átti skilið, en bezt er þó frelsið, sem
minni stöðu fylgir, ef maður kann þá list,
að gleyma skuldabaslinu, nema þá á gjald-
daganum.“
„Ég samgleðst þér með heimasætuna og
bújörðina, gamli vinur,“ sagði presturinn
og tæmdi glasið.
„Ég hefi engu undan að kvarta," hélt
Hjalti áfram, „en eðli mannsins er víst
þannig, að hyggja auð lífsánægjunnar
mestan í garði náungans. Stöku sinnum
finnst mér, að lífið hafi svikið mig um
einhver gæði, sem því bar að veita mér,
og þá hefi ég stundum tekið þau ógefin.
Slíkar gripdeildir leyfa hempuklæddir
kirkjunnar þjónar sér víst ekki?“ Hjalti
mælti síðustu setninguna með tvíræðu
glotti á andlitinu. „Við ykkur embættis-
mennina vildi ég aldrei skipta kjörum, og
sízt af öllu við ykkur prestana, því máttu
trúa. Hvað er strit og basl kotbóndans á
móti ófrelsi embættismannanna, einkum
ykkar, sem hnepptir eruð í hempuna. Þið
eigið að prédika á hverjum helgidegi árs-
ins, ýmist yfir tómum bekkjum eða fáein-
um sofandi sálum, skíra, ferma, gifta og
greftra þá, sem upp af hrökkva. Flytja lík-
ræður eftir beiðni og þjónusta deyjandi
kerlingar. Slikar byrðar væru mér ofur-
efli.“