Dvöl - 01.07.1940, Síða 20

Dvöl - 01.07.1940, Síða 20
178 D VÖL mig eftir messu í Garði. Það kostaði þig minnst ómak. Þú last nokkrar ritningar- greinar úr handbókinni og baðst stutta bæn fyrir minni vesölu sálu. Þannig hlaut ég hvíld í skauti móður jarðar. En alþingis- maðurinn frá Grund fór í jörðina með þrettán ræður og langa lest af erfiljóðum. Hann var þó aðeins af konu fæddur eins og ég. Þarna var nú glöggur munur gerður á okkur tveimur i dauðanum, þrátt fyrir fullyrðingar þínar og annarra, um að í þeim áfanga væru allir jafnir gerðir. Við jarðarför alþingismannsins sat allur söfn- urinn með hátíðlega sorgargrímu á and- litinu, en við mína nennti enginn af þeim fáu, sem viðstaddir voru, að hræsna þann- ig. Konan mín grét þó meira og falslaus- ar yfir mínum moldum en ekkja alþing- ismannsins við hans greftrun, enda var ég ekki líftryggður fyrir 15 þúsund krónur. Drenganginn grét líka af sárri sorg. Hann vissi ekki annað en að ég væri hans hold- legi faðir, blessaður stúfurinn. En sleppum því. Ættfræði kirkjubókanna er sérstakt mál, sem engin ástæða er til að rekja núna. En hinu get ég aldrei gleymt. Þetta með handbókina og blaðið, sem týndist við jarðarförina mína.“ Séra Jón þaut upp í rúminu og athugaði vandlega andlit gestsins. „Ert þú Jón í Koti?“ hrópaði hann. „Já, ég er Jón í Koti, Jón frá Koti.“ Röddin var nístandi og hrygluhás, þegar gesturinn nefndi nafn sitt. „Þú þekktir mig þá strax og ég nefndi handbókina og blaðið. Þá þarf ég heldur ekki að vera í vafa um þann atburð lengur. Og nú skal ég rifja hann upp, okk- ur báðum til gamans. Við höfum svo gott næði í nótt.“ Séra Jón var farinn að skjálfa af angist og óhug, ölvíman rann af honum, en að sama skapi náði óhugnaðurinn, sem návist gestsins fylgdi, fastari tökum á honum. Hann lét fallast niður á koddann og þrýsti sér þéttar upp að veggnum. „Já, handbók er alltaf handbók," hélt Jón í Koti áfram, „og það má fullvel nota hana, ef ekki vantar blað í hana. En þú, heiðursklerkurinn, átt tvær handbækur, aðra spari, sem þú notar við meiri háttar tækifæri, en hin er hversdagsbók, sem þú notar, þegar minna skal við haft, eins og hversdagsbrækurnar. Þegar Jón í Koti var moldaður, geymdir þú þá gylltu i sniðun- um heima í skúffu, en notaðir garminn, sem þú keyptir á uppboðinu eftir séra Bjarna. En það vildi svo illa til, að á leið- inni út í kirkjuna, fauk eitt blaðið úr bók- inni og tapaðist. Þegar þú last svo yfir Jóni í Koti, vantaði lesmálið af einu blað- inu í klausuna. Þú fylltir í eyðuna eftir beztu getu. En þetta var hvorki fugl né fiskur, hvorki handbókarleksía né líkræða. Þetta hefðir þú aldrei boðið alþingismann- inum frá Grund eða betri bændum í sveit- inni. Þetta atvik gat ég aldrei fyrirgefið þér.“ Séra Jón ætlaði að rétta fram höndina, en mátti sig hvergi hræra. „Það væri annars nógu gaman að fá að sjá handbókina, sem þú hafðir með þér, þegar þú þjónustaðir gömlu frúna í Hvammi. Líklega vanta ekki blöð í hana,“ sagði gesturinn glottandi. Handbókin lá á borðinu. Komumaður leit á hana. „Nei, allt í lagi, engin hversdagshandbók, glæsileg sparibók. En veiztu hvað varð af handbók- arblaðinu, sem týndist?“ Séra Jón hristi höfuðið. „Blaðið fauk, skal ég segja þér, ofan í gröf Jóns í Koti, ofan í gröfina mína. Og hér hefi ég það.“ Gesturinn dró upp úr buxnavasanum lúið blað og moldugt, og hélt því fyrir framan andlit prests. Presturinn lyfti hönd til að grípa blaðið. Komumaður hló storkandi. „Nei, nei. Ég ætla ekki að láta þig fá blaðið. Ég ætla að eiga það til minningar um frammistöðu séra Jóns Ólafssonar við vissa jarðarför. Það á að vera mér sönnunargagn, það á að vitna á móti þér; sanna, að þú metur mennina ekki jafnt í dauða frekar en lífi.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.