Dvöl - 01.07.1940, Síða 24

Dvöl - 01.07.1940, Síða 24
182 DVÖL hans átti ekkert til í búrinu. Á sumrin hljóp hann um úti, klæddur í hvítan stakk, með hvítan vasa- klút bundinn um mittið og gaml- an stráhatt á höfðinu. Úfið hárið stóð út um götin á hattinum og augun flöktu hingað og þang- að. Móðir hans hafði rétt til hnífs og skeiðar og bjó uppi undir rjáfri eins og svölurnar. Henni þótti án efa vænt um drenginn á sinn hátt, þótt hún berði hann iðulega og kallaði hann oftast „umskiptinginn". Þegar hann varð átta ára, varð hann að fara að vinna fyrir sér. Stundum vann hann við sauðfjárgæzlu, og þegar ekkert var til að borða heima, fór hann langt inn í skóginn í leit að ætisveppum. Forsjóninni einni átti hann það að þakka, að úlfarnir rifu hann ekki í sig á þessum ferð- um. Hann var ekki sérstaklega bráð- þroska, og það var siður hans, eins og annarra bæjarbarna, að stinga upp í sig fingrunum, þegar hann var spurður að heiti. Nágrann- arnir spáðu því, að drengurinn myndi ekki verða langlífur, og þó að hann lifði, yrði hann tæpast ellistoð móður sinnar, því að hann yrði aldrei nógu hraustur til þess að vinna erfiðisvinnu. En hann hafði eina sérgáfu. Og hver gat útskýrt það, hvers vegna þessari lítilfjörlegu mannveru var hún gefin. Hann hafði yndi af hljóð- færaleik og söng, og sú unun varð að ástríðu, er stundir liðu. Alls staðar heyrði hann söng. Hann varð hugfanginn af hverju hljóði, og eftir því sem hann óx, hugsaði hann æ meira um hljómlist og söng. Ef hann gætti hjarðarinnar eða fór í berjamó með leikfélög- um sínum út í skóginn, kom hann tómhentur til baka og sagði: „Ó, mamma! Ég heyrði svo fallegan söng í skóginum. Lagið var svona: La — la — lala — la-la.“ „Ég skal lofa þér að heyra annað lag, ónytjungurinn þinn!“ hrópaði móðir hans ergilega og barði hann með sleifinni. Barnið grét og lofaði að hlusta ekki framar á sönginn. En nú hugsaði hann ennþá meira um það, hve dásam- legur skógurinn væri og hve þar heyrðist mikið af fallegum tónum og röddum. Hann glöggvaði sig ekki á því, hvernig þessar raddir eða tónar voru eða hvaðan þeir komu. Allur skógurinn hljómaði af söng. Grenið, beykið og birkið söng. Og þrestirnir sungu. Grasið söng á enginu, og inni í garðinum á bak við litlu húsin kvakaði þröst- urinn og það skrjáfaði í laufi kirsuber j atrésins. Á kvöldin heyrði hann öll hugs- anleg hljóð, hljóð, sem aðeins heyrast í sveitinni. En hann hélt, að þannig hljómuðu öll þorp af söng. Félagar hans skildu hann ekki. Sjálfir heyrðu þeir ekkert af þess- um dásamlegu hljóðum. Þegar hann var úti að þurrka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.