Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 29
D VÖL
187
lífsins, sem bárust til hans utan
af götunni, gegnum opinn glugg-
ann.
Það var kvöld. Sveitastúlkurnar
snéru heimleiðis frá heyskapar-
vinnunni og sungu, þegar þær fóru
framhjá, eins og þær voru vanar.
Lækurinn niðaði hljóðlega á
næstu grösum. Janko lá og hlust-
aði. Við hliðina á honum, ofan á
ábreiðuslitrinu, lá fiðlan, sem hann
hafði smíðað. Skyndilega ljómaði
andlit hins deyjandi barns og
hann hvíslaði með fölum vörun-
um:
„Mamma!“
„Hvað er það, elskan mín?“
svaraði móðirin. Röddin var þung
af klökkva.
„Mamma, ætli guð gefi mér
fallega fiðlu, þegar ég kem til
himnaríkis?“
„Já, litli vinurinn minn. Hann
gerir það“, svaraði móðir hans.
Hún gat ekki sagt meira. Sorgin
yfirbugaði hana. Hún hneigði höf-
uðið og andvarpaði: „Ó, Jesús!
Jesús minn.“ Höfuð hennar
féll á borðröndina, og hún grét
eins og sá einn grætur, sem hefir
misst sína dýrmætustu eign. Þeg-
ar hún lyfti höfðinu og leit á
barnið, voru augun litlu stirðnuð
og starandi. Andlitið var fölt og
alvörugefið.
Sólargeislinn var horfinn. Hvíl
þú í friði, Janko litli.
Næsta dag kom fjölskyldan frá
höfðingjasetrinu heim frá Ítalíu.
Dóttirin og elskhugi hennar gengu
síðust heim að húsinu.
„En hvað Ítalía er yndislegt
land,“ sagði húsbóndinn.
„Já, og fólkið! Þar býn list-
hneigð þjóð. Það er ánægjulegt
að kynnast því og njóta þess and-
lega auðs.
Lævirkjarnir sungu á gröf Janko
litla.
Reykháfar.
Reykháfar í húsum eru býsna nýlega
upp fundnir. Engar rústir frá dögum
Rómverja sýna reykháfa líka þeim, sem
nú tíðkast. í Herculaneum og Pompeii eru
engir reykháfar á húsum þeim, sem end-
urreist hafa verið. Rómverskir bygginga-
meistarar kvörtuðu sáran yfir því, að
skraut þeirra innan í húsum yrði fljótt
svart af reyk. í rómversku eldhúsi var allt-
af sót. Messingföt með hálfbrunnum viðar-
eldi voru borin inn í setustofur til hitun-
ar. í fornöld var reykháfurinn ekki annað
en gat á þakinu. Auðugir Rómverjar not-
uðu aðeins skraufþurran við, sem brann
nokkurn veginn sótlaust. Reykháfar eins
og þeir er nú tíðkast voru fyrst notaðir
í Norðurálfu á 14. öld. Elzti reykháfur
þeirrar tegundar var gerður í Feneyjum
árið 1347.
Það er sagt, að flestar stúlkur standi
í þeirri meiningu, að þær gætu valdið
töluverðum blóðsúthellingum, ef einvígi
væru enn leyfð.
„Hvað ætli Nói hafi gert sér til skemmt-
unar í örkinni?" spurði drengurinn föður
sinn.
„O, ég veit ekki. Kannske hann hafi
fiskað".
„Varla hefir hann nú fiskað mikið, með
aðeins tvo orma“, sagði strákur.