Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 35
D VÖL 193 ekki stolt, alls ekki. Mér fellur ekki i geö fólk, sem er stolt. „Mér fellur það í geð,“ sagði ég. Hún svaraði alvarlega: „Já, þér, auðvitað. En þú ert ungur og þess vegna er það eðlilegt. Þú ættir jafnvel sjálfur að reyna að vera stoltur, þó að ég hefði nú samt haldið, að kímnigáfa þín mundi ó- náða þig á meðan. Mér finnst þó, að ungt fólk eigi að vera stolt, því að annars á það á hættu að spillast og verða óstöðugt í rás- inni. En aldrað fólk og gamalt fólk ætti ekki að vera stolt, því að þá verður það skilningslaust." „En aldrað fólk,“ sagði ég, „á það ekki á hættu að spillast líka, ef það er ekki stolt?“ Hún hló að mér og hún sagði bara: „Ég var nú að tala um aldr- að fólk af betra tagi.“ Og þarna endaði samtalið, eig- inlega hvergi. Ég minnist þess, að það, sem sérstaklega vakti athygli mína þá, var hve Lamoir var hamingjusöm, og hvað hún virtist örugg með hamingju sína. Mig furðaði á þessu þá, því að ég vissi, aö hún elskaði Hugh. Ég umgekkst Hugh töluvert mikið, var stundum með honum á Langton Weaver og í London borðuðum við oft saman heima hjá honum í Charles Street; aðeins við tveir. Það var eiginlega mjög þægilegt að vita af þessu húsi, þessum rólega griðastað, þar sem hægt var að dvelja kvöld- stund af og til og rabba um fagra og hugðnæma hluti, um bækur og listir og annað slíkt. Ég hefi aldrei þekkt mann, sem var jafn hrif- næmur fyrir fegurð og Hugh, og þegar hann hélt á litilli fílabeins- mynd milli gómanna, var eins og sjálft hörundið væri ástfangið af hlutnum. En fyrir nokkrum vikum síðan, það varð síðasta máltíðin í húsi vinar míns, þá varð ég þess strax var, að hugarástand hans var breytt. Hann sagði mér þá frá garðinum og trénu. Hann hafði engan sérstakan formála. Hann fitlaði i þungum þönkum við fót- inn á portvínsstaupinu sínu um leið og hann sagði: „Nú eru bráð- um níu ár síðan ég sá Lamoir sið- ast.“ Ég játaði, svona heldur dauf- lega, þú skilur, í öll þessi níu ár hafði hann ekki svo mikið sem nefnt Lamoir á nafn við mig, og ég var því ekki við þessu búinn. Og Hugh hélt áfram og hann var ekki sérstaklega að tala til mín: „— í fyrsta sinn, sem ég sá hana, var ég níu ára gamall. Hún hefir þá víst verið sjö ára.“ Ég sagði: „Nú, ég stóð alltaf í þeirri meiningu, að Lamoir hefði alizt upp í Indlandi og ekki komið til Englands fyrr en um tvítugt. Mér datt ekki i hug, að þú hefðir líka verið í Indlandi í bernsku." „Það var ég heldur ekki,“ sagði hann og brosti, líklega af feimni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.