Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 35
D VÖL
193
ekki stolt, alls ekki. Mér fellur ekki
i geö fólk, sem er stolt.
„Mér fellur það í geð,“ sagði ég.
Hún svaraði alvarlega: „Já, þér,
auðvitað. En þú ert ungur og þess
vegna er það eðlilegt. Þú ættir
jafnvel sjálfur að reyna að vera
stoltur, þó að ég hefði nú samt
haldið, að kímnigáfa þín mundi ó-
náða þig á meðan. Mér finnst þó,
að ungt fólk eigi að vera stolt,
því að annars á það á hættu að
spillast og verða óstöðugt í rás-
inni. En aldrað fólk og gamalt
fólk ætti ekki að vera stolt, því að
þá verður það skilningslaust."
„En aldrað fólk,“ sagði ég, „á
það ekki á hættu að spillast líka, ef
það er ekki stolt?“
Hún hló að mér og hún sagði
bara: „Ég var nú að tala um aldr-
að fólk af betra tagi.“
Og þarna endaði samtalið, eig-
inlega hvergi.
Ég minnist þess, að það, sem
sérstaklega vakti athygli mína þá,
var hve Lamoir var hamingjusöm,
og hvað hún virtist örugg með
hamingju sína. Mig furðaði á þessu
þá, því að ég vissi, aö hún elskaði
Hugh.
Ég umgekkst Hugh töluvert
mikið, var stundum með honum á
Langton Weaver og í London
borðuðum við oft saman heima
hjá honum í Charles Street;
aðeins við tveir. Það var eiginlega
mjög þægilegt að vita af þessu
húsi, þessum rólega griðastað, þar
sem hægt var að dvelja kvöld-
stund af og til og rabba um fagra
og hugðnæma hluti, um bækur og
listir og annað slíkt. Ég hefi aldrei
þekkt mann, sem var jafn hrif-
næmur fyrir fegurð og Hugh, og
þegar hann hélt á litilli fílabeins-
mynd milli gómanna, var eins og
sjálft hörundið væri ástfangið af
hlutnum.
En fyrir nokkrum vikum síðan,
það varð síðasta máltíðin í húsi
vinar míns, þá varð ég þess strax
var, að hugarástand hans var
breytt. Hann sagði mér þá frá
garðinum og trénu. Hann hafði
engan sérstakan formála. Hann
fitlaði i þungum þönkum við fót-
inn á portvínsstaupinu sínu um
leið og hann sagði: „Nú eru bráð-
um níu ár síðan ég sá Lamoir sið-
ast.“
Ég játaði, svona heldur dauf-
lega, þú skilur, í öll þessi níu ár
hafði hann ekki svo mikið sem
nefnt Lamoir á nafn við mig, og
ég var því ekki við þessu búinn.
Og Hugh hélt áfram og hann
var ekki sérstaklega að tala til
mín:
„— í fyrsta sinn, sem ég sá
hana, var ég níu ára gamall. Hún
hefir þá víst verið sjö ára.“
Ég sagði: „Nú, ég stóð alltaf í
þeirri meiningu, að Lamoir hefði
alizt upp í Indlandi og ekki komið
til Englands fyrr en um tvítugt.
Mér datt ekki i hug, að þú hefðir
líka verið í Indlandi í bernsku."
„Það var ég heldur ekki,“ sagði
hann og brosti, líklega af feimni,