Dvöl - 01.07.1940, Page 42

Dvöl - 01.07.1940, Page 42
200 D VÖL ingjan góða, ánægður! Mér þætti gaman að vita, hvað Lamoir hefði haldið um það hugtak. Ánægður! Já, hún sagði nú alltaf svo fátt, hún Lamoir. Hugh sagði, að henni hefði fall- izt ákaflega mikið til um það, að þau áttu engin börn. Það var sú mikla óhamingja. Sjálfur hafði hann ekki sett það svo mikið fyrir sig, eftir því sem hann sagði, og ár eftir ár hafði hann sökkt sér dýpra og dýpra niður í skartgripa- söfnun sína. Hvað eftir annað hafði hann farið í löng ferðalög, vítt og breitt um Evrópu, í leit eftir listrænum munum. Ítalía, Grikkland, Spánn. Framan af hafði Lamoir farið í þessi ferða- lög með honum, en þegar frá leið var hún farin að sitja heima. Hún kaus það heldur, sagði Hugh. Hún dvaldi þá ekki í húsi þeirra í London heldur á Langton Weav- er, húsinu, sem var stærra, en ekki eins snyrtilegt og Playmate Place. Garðurinn og skógurinn voru yndi hennar. Og þannig liðu tíu ár, sagði Hugh, og ef hann svona fór að hugsa um það, þá fannst honum, að hjónaband þeirra mundi vera hamingjusamt, svona eftir því sem hjónabönd eru, því, þegar allt kom til alls, þá var þó raunveru- leikinn aldrei eins glæsilegur og fegurstu draumar. Þannig hugs- aði Hugh. Og hann elskaði Lamoir. Söfnun fagurra hluta var höfuð áhugamál hans, og þannig var honum það meðfætt að elska Lamoir. Hún unni honum einnig. Stundum næstum því gálauslega, af konu, sem hafði jafnlengi verið gift. Eiginlega ólíkt enskri konu, þótt það sé raunar síður en svo, að enskar konur séu ekki ástheit- ar. En það fer nú svona í vana, að vera sífellt að fara með þessar bjánalegu staðhæfingar ensku skáldsagnahöfundanna. Lamoir gat stundum sagt það, sem var alveg ósegjanlega fallegt. En ein- hvernveginn var það svo, að Hugh átti svo litla hlutdeild í því, minnsta kosti eftir að fyrsta árið var liðið. Þau komu allt í einu út úr þoku hins venjulega hjónabands, þessi augnablik, eins og englar á hljóð- um vængjum. Og það var Lamoir, sem var rödd þessara kyrrlátu engla, og Lamoir var þá ástin sjálf í sál og líkama. En Hugh gat ekki orðið samhljóma þessum augna- blikum. Karlmennirnir geta það kannske aldrei. Það er líklega eins og Hugh sagði, að ást kon- unnar á sín ákveðnu vébönd, og innan þeirra vébanda er hið ó- kunna myrkur og ókunnir ljós- heimar, og þaðan geta fallið straumar svo hárfínna tilfinn- inga, að enginn karlmaður fær fyllilega skilið. Yndi ferðalaganna náði há- marki sínu hjá Hugh með heim- komunni til Lamoir. Hann elskaði hana alltaf heitast viö nýja end- urfundi. Það er svo auðvelt að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.