Dvöl - 01.07.1940, Page 50

Dvöl - 01.07.1940, Page 50
208 D VÖL En hann svaraði: Hvorki hefir þessi maður né foreldrar hans syndgað, en á honum munu kraftaverk guðs sannast. Þetta minnir talsvert á afstöðu vísindamannsins, sem lítur svo á, að veikindi séu afleiðing eðlilegra lögmála og verði því aðeins læknuð eða fyrirbyggð, er viðkomandi lög- mál hefir verið útskýrð með rann- sóknum. En margt trúað fólk hallast enn- þá að því áliti, sem Jesús barðist á móti; og þeir, sem telja sig meira upplýsta, eru oft lítið betur á vegi staddir. Margir halda að hægt sé að koma í veg fyrir sjúkdóma með því að „hverfa aftur til náttúrunn- ar“. Ég hygg, að fyrsta skref þess afturhvarfs væri að leggja niður klæðnaðinn, en það myndi þegar í stað hundraðfalda dauðsföll úr tær- ingu. Vitanlega er vígorðið „til náttúrunnar aftur“ alger vitleysa. Menning og villimennska, heilbrigði og sjúkdómar tilheyra jöfnum höndum náttúrunni. Að sumu leyti er menningin slæm fyrir heilbrigð- ina; en þrátt fyrir það ber öllum skýrslum saman um það, að menn- ingarþjóðir verði langlífari en villt- ar. Mörgum er það tilfinningamál, að læknisráð hljóti að vera til við flestum sjúkdómum. Ef þeir þekktu til læknisfræði myndi þeim skiljast, að svo er ekki. Það er hægt að koma í veg fyrir flesta sjúkdóma, en úr því þeir eru komnir, þá getur lækn- irinn í níu tilfellum af hverjum tíu ekki gert annað en að fyrirskipa góða hjúkrun og hvíld. í raun og veru er ástandið í heil- brigðismálum vorra daga mjög al- varlegt. Væntanlegur meðalaldur er svipaður í flestum menningar- löndum og hefir aukizt á síðustu 50 árum. Aðalorsökin til þess er útrýming sjúkdóma, sem berast með neyzlu- vatni, svo sem kólera, og svo al- mennari velmegun, sem hefir nærri útrýmt veikindum af skorti.Lækna- vísindin eru ennþá að taka fram- förum, en það er að verða meira og meira erfitt að hagnýta árang- ur þeirra í verki. Það er vitað, hvernig hægt er að fyrirbyggja smithættu af sárasótt (sýfilis), en bæði lög og almenn- ingsálit banna að breiða þá þekk- ingu út. En sú tilraun að tala svo um fyrir fólki, að það forðist sam- neyti, sem sýkingarhætta er af, virðist lítinn árangur hafa borið hjá núlifandi kynslóð. Og svo held- ur þessi sjúkdómur áfram að bana börnum og fylla fábjánahæli. Það er líka vitað, hvernig á að lækna krabbamein í brjósti. Þetta mætti þó virðast óvænt fullyröing, en brezkar heilbrigðisskýrslur sýna, að 91% af þeim, sem voru skornir við brjóstkrabba fyrir 5 árum síðan, áður en veikin hafði heltekið þá, eru enn lifandi og hafa ekki kennt veikinnar aftur. Miklar líkur eru til að ennþá betri árangur fáist með geislalækningum, en um það eru ekki skýrar tölur fyrir hendi. Flest-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.