Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 56

Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 56
214 DVÖL um sauðarkrofum, sem hengu á rá, og sem búið var að éta fyrir hundrað og fimmtíu árum. Og svo voru þessi sífelldu ónot í hálsinum og einhver fiðringur um nef og eyru, sem Jón botnaði ekk- ert í. Og verurnar hans, þessar gagnsæju og þokukenndu, þær voru alveg hættar að halda sig niður við smiðjugólfið heldur svifu nú til og frá góðri alin ofar. En það skipti litlu máli. Verst þetta með hálsinn. Það gerði ekki betur en hægt væri að anda. — Aumingja Jón. Honum hefði sjálfsagt þótt það heldur óviðfelldið, ef hann hefði vitað, að járnbent stein- steypugólfið lá einmitt þvert i gegnum hálsinn á honum. Eða þá fólkið í Holti í sínu nýja húsi. Ef það nú hefði vitað að hausinn á Jóni Jónssyni, svo frýnilegur sem hann var, stóð einmitt nákvæm- lega upp um mitt gólfið á sjálfri viðhafnarstofunni. Ojæja. — Jón Jónsson horfði á sína sótugu rafta, og fólk í nýjum húsum trúir ekki á drauga. Og svo var það eitt skammdeg- iskvöld í mannheimi — en það var nú reyndar vorkvöld fyrir hundrað og fimmtíu árum í vitund Jóns Jónssonar draugs, — að það var kallað á Jón. Þessi rödd hljómaði ákaflega skýrt og eðlilega í eyrum Jóns Jónssonar, hann hafði búizt við henni og hann kannaðist ósköp vel við hljóminn, þótt hann furðaði sig dálitið á orðunum. „Jón, Jón! — Ja mikið var! Og siturðu þá þarna enn! Eins og ég er búin að leita að þér, maður, í öll þessi ár.“ — En þessa rödd heyrði ekki fólkið í Holti. í fyrsta skipti á hundrað og fimmtíu árum leit Jón Jónsson til hliðar. Og um leið barði hann hæl- unum svo harkalega í reiðinga- hlaðinn, að dimma, hola hljóðið barst eins og hávær gnýr inn í sjálfa mannheima. „Ekkisens skröltið í miðstöðv- arpípunum," sagði húsfreyjan í Holti og snéri sér í rúminu. TVÆR VÍSUR þýddar úr ensku. Koss frá Jenny. Jenny kom og kyssti mig, kvikleg stökk úr hægu sæti. Hrekkvís tími, þekki eg þig, þínar skýrslur við eg bæti. Seg mig þreyttan, þorrinn frið, þjáðan, rúinn hverju penny. Seg mig karl, en krotaðu við — koss frá Jenny. Einn hvítur fótur; kauptu hest. Tveir hvítir fætur; raun er bezt. Þrír hvítir fætur; taktu vara. Fjórir hvítir fætur; láttu’ hann fara. C.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.