Dvöl - 01.07.1940, Page 58

Dvöl - 01.07.1940, Page 58
216 D VÖL verður gert það síðasta, sem hægt er að gera fyrir þig í þessu lífi. Þú færð að standa augliti til aug- litis við quémadero — hinn tákn- ræna loga hins eilífa elds. Eins og þú veizt, er hann ætíð í nokkurri fjarlægð, og dauðinn nálgast því ekki fyrr en eftir tvo eða jafnvel þrjá klukkutíma, vegna hinna röku ísumbúða, sem við vefjum um höf- uðið og yfir hjartastað hins dæmda. Þið verðið fjörutíu og þrír saman. Þar sem þú verður í síðustu röð, munt þú hafa tíma til að biðja til guðs og þú getur fórn- að honum líkama þínum í þessari eldlegu skírn í nafni heilags anda. Vona í ljósi þessara upplýsinga, sonur minn, og hvíl í friði.“ Að svo mæltu vafði presturinn fangann innilega að brjósti sér, eftir að hafa gefið reglubræðrun- um merki um að leysa af honum hlekkina. Þá sneri lausngjafinn sér að fanganum og með lágum og hröðum orðum var hann beðinn að fyrirgefa þær pyndingar, sem hann hefði orðið að þola á vegi endurlausnarinnar. Loks kysstu reglubræðurnir iiann að skilnaði og einn og ráðvilltur sat Gyðingur- inn eftir í dimmum fangakjallar- anum. Gyðingapresturinn, Aser Abar- banel, þuklaði með skorpnum fingrum um sárin undan járn- hringnum. Þjáning og vonleysi speglaðist í hverjum andlitsdrætti og hann horfði tómlegum augum á klefadyrnar. Lokaðar! Veikburða hugrenningar bærðust ósjálfrátt í sál hans. Óljós vitund fremur en sýn. Var það ljósrönd, sem sást um rifu þarna við dyrastafinn. Það var eins og skjálftahrollur liði um þjáðan líkamann við þessa óvæntu, örsmáu von. Hann skreið til hurð- arinnar og ofúr gætilega stakk hann einum fingri í rifuna og dró hurðina að sér. Undursamlegt! Af einhverri óskiljanlegri hendingu hafði munkurinn, sem átti að loka hurðinni snúið risavöxnum lykl- inum augnabliki áður en hún féll í falsið og ryðgað læsingarjárnið lá þess vegna utan á stafnum. Hurðin var opin! Fanginn gægðist út um dyrnar skjálfandi af geðshræringu. Hann sá bogadreginn vegg sveipaðan einhverri dularfullri rökkurbirtu og við þenna vegg var hringsnú- inn stigi. Ofan við stigann sást dyraop, sem lá að opnum og geysi- háum gangi, en aðeins fyrstu bog- hvelfingar gangsins sáust þarna að neðan. Hann skreiddist út úr klefan- um og hægt og hljóðlaust staulað- ist hann upp stigann. Síðasta spöl- inn fór hann á fjórum fótum, og þegar hann kom að dyrum hvelf- ingarinnar, lagði hann sig alveg flatan. Jú, víst var það gangur, og það var eins og hann væri alveg endalaus. Neðan í boghvelfingun- um hengu dökkir lampar með löngu millibili. Þeir köstuðu frá sér daufri Ijósbirtu, sem drukkn- aði í rökkurmóðu fjarlægðarinn-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.