Dvöl - 01.07.1940, Page 60

Dvöl - 01.07.1940, Page 60
218 DVÖL lá við andköfum og fatagarmarn- ir urðu rakir af angistarsvita. Hann lá hreyfingarlaus við vegg- inn, þar sem hann var kominn, og bað til guðs Davíðs um hjálp. Rannsóknardómararnir stað- næmdust undir lampanum beint á móti honum. Það hefir sjálfsagt verið af einskærri hendingu. Með- an annar talaði, starði hinn hugs- andi á Gyðinginn! Hann beinlínis starði á hann. Flóttamaðurinn sá ekki, að svipur munksins bar þess merki, að hann var alls annars hugar og við augnatillit hans fannst honum því, að glóandi tengur nístu hold sitt og að einu sinni enn væri hann orðinn að lif- andi, opnu sári. Honum lá við yfir- liði, og þegar kápufaldur munks- ins snerti enni hans leið ósýnileg- ur titringur um líkama hans. En svo furðulegt sem það var, þá vat rannsóknardómarinn auðsjá- anlega svo niðursokkinn í um- ræðurnar, svo altekinn af því að hlusta og að ígrunda fyrirhugað svar, að augu hans sáu án þess að skynja það, sem þau sáu. Þessar tvær skuggalegu verur héldu því á brott að fáum mínút- um liðnum og hurfu í áttina til stigans og fangakjallaranna. Hann hafði ekki sést. En gegnum rugling hugsananna flaug ofurlítil ráð- villt hugrenning: Er ég þá kannske þegar dauður, fyrst þeir sáu mig ekki? En áður en hann hafði hugs- að þessa hugsun til enda, var hann vakinn af hræðilegri sýn. Það var sem hann sæi tvö bitur augu, sem störðu á hann frá tveimur litlum blettum á veggnum. Hann Tykkti sér til af skelfingarkrampa og hárin risu á höfðinu. En — nei! Hann fálmaði með fingrunum um múrinn. Það voru víst bara augu munksins, sem ennþá endurspegl- uðust í huga hans. Áfram, áfram! — Ó, þú fávísa von! — Hann hraðaði sér af veik- um mætti eftir ganginum. Hann teygði beinabera armana fram fyrir sig eins langt og hann náði og spyrnti við með blóðstokknum og kaunum hlöðnum hnjám. Eftir nokkra stund var hann kominn í hinn dimma hluta þessa hræði- lega gangs. Hann var kominn á enda gangs- ins. Þar var stór hurð, sem hann fremur skynjaði en sá og hann fann kaldan og hressandi gust, sem kom inn um rifu undir hurð- inni. Ó, góður guð, ef þessar dyr væru nú opnar! Hver taug í líkama hins margþjáða flóttamanns titraði af von. Hann staulaðist á fætur og þuklaði um hurðina hátt og lágt. Enginn slagbrandur! Enginn lás! Aðeins lítil loka! Hann þrýsti á lokuna og hún lét undan. Hurðin opnaðist hljóðlaust og sjálfkrafa. „Lofaður sé drottinn ísraels, drottinn Jakobs og Davíðs,“ taut- aði Gyðingurinn fyrir munni sér í þakklátri bæn. Hurðin hafði opnazt út í skrúð- garð og yfir þessum garði hvelfd-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.