Dvöl - 01.07.1940, Side 67

Dvöl - 01.07.1940, Side 67
DVÖL 225 Mjög er hulið, hvemig hróssa- rækt Norðmanna var farið fram um 900. Þó er ljóst, að ágætir hest- ar þóttu metfé og voru uppáhalds- gripir hinir mestu, svo langt aftur í tímann, sem vitað verður. Því til stuðnings má fyrst nefna hesta guðanna. Þeir voru gæddir þeim beztu kostum, sem ímyndunaraflið gat fundið. Þá er glæsileg lýsing á Grana Sigurðar Fáfnisbana. Má af henni nokkuð marka, hvaða hugmyndir Norðmenn gerðu sér þá um beztu hestana suður í álfunni. Hefir hún stutt að flutningi hesta norður eftir. Þótt hugmyndir manna um þessa hesta, sem þeir höfðu ekki séð, væru hillingar ein- ar, voru þær þó leiðarljós hrossa- ræktarinnar. Burtreiðar er æfagömul íþrótt, en til þeirra var ekki hægt að nota nema úrvals-hesta. Sama er að segja um hestaötin. Þau voru margra alda gömul íþrótt á þeim tíma, sem ísland byggðist. Þessu til sönnunar má benda á ritgerð eftir Sigv. Petersen: „Hestaat í Skandínavíu", er birtist í „Stam- bog over Gudbrandsdalsrasen, Kristiania 1902“. Þar segir frá rúnasteini, sem var í gólfinu í Eggeby-kirkju á Upplöndum. Ofan á hann var höggvinn bátur með 13 mönnum. Þegar myndin var næstum máð af, lét barón Hans von Essen taka steininn upp. Kom bá í íjós, að á neðri hlið hans var höggvin mynd af hestaati. Mynd- in mun vera frá 100—-300 e. Kr. Tii hestavíganna var ekki hægt að nota nema valda hesta að harð- fengi og fimleik, þóttu og slíkir hestar gersemar miklar. Fer ekki hjá því, að þetta úrval hafi vald- ið miklum kynbótum. Einnig hafa kröfur fólksins til hestanna yfir- leitt beinst í þessa átt, og þannig haft áhrif á hina almennu hrossa- rækt. Helztu upplýsingar, sem eru til um stærð hestanna í Noregi á söguöldinni, eru hrossabeinin, sem fundust í Gokstaðar- og Osebergs- skipunum. Rannsóknir á þeim hafa sýnt, að stærð þessara hesta hefir verið svipuð og íslenzku hestanna nú. Þó hafa nokkrir hestar, er báru beinin í Osebergs- skipinu, verið til muna stærri, og því líklegt, að þeir hafi verið fluttir til Noregs sem gersemar sunnan úr löndum, þar sem hestar voru þá stærri. Eftir því sem næst verður kom- izt um útlit norska hestsins, er útflutningarnir hófust til íslands, þá hefir hann verið 100—140 cm. á hæð, og stærðin reikað að mestu eftir lífsskilyrðunum, sem hann bjó við. Aðaleinkenni hans voru sparneytni í fóðri, þol og harka í áreynslu. Af þessum stofni fluttu landnámsmenn íslands hesta hingað og lögðu með því grund- völlinn að því hrossakyni, sem enn er hér við líði. Auk þessa er mjög líklegt, að hestar hafi flutzt hing- að frá Hjaltlandi og Orkneyjum með landnemunum, sem komu

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.