Dvöl - 01.07.1940, Side 69

Dvöl - 01.07.1940, Side 69
DVÖL 227 að nægur var metnaður manna til að sýna hrossaræktinni allan sóma. Einnig segir sagan, að Eið- faxi var fluttur til Noregs sem víghestur. Kemur hér hið sama fram og í Noregi, að beztu hest- arnir eru látnir ógeltir, svo þeir gætu orðið nafnkenndir víghest- ar; er því ekki að efa hrossakyn- bæturnar, sem leiða af hestavíg- unum. Þá studdi það og fornmenn við kynbæturnar, að þeir tömdu stóð- hesta sína til reiðar, svo reynsla fékkst á, hvort dugur væri í þeim eða ekki. Ljós vottur þessa er sagan af Ófeigi í Skörðum, er hann heimsótti Guðmund ríka við þrí- tugasta mann. Riðu þeir allir stóð- hestum. Þó að þessu væri hagað svo, til að gera Guðmundi viðtökurnar erfiðar, segir þó sagan, að 30 stóðhestar tamdir voru til í Þing- eyjarsýslu, svo líklegt er, að tamd- ir stóðhestar hafi verið til í þeim héruðum, sem betur voru fallin til hrossaræktar. Þá segir Þorskfirðingasaga frá því, að Gull-Þórir hafi þegið kinn- skjóttan hest að gjöf austur á Gautlandi. Er hann þar sagður „gauzkur hlaupari", og nefndur Kinnskær. Var hann „alinn á korni, sumar og vetur. Þessum hesti reið Þórir yfir Þorskafjörð, hvort er var flóð eða fjara, og var hann gersemi mikil“. Á Gautlandi voru í þennan tíð ekki meiri hlaupahestar en víða annars stað- ar í Svíþjóð og Noregi, og korngjöf að vetrarlagi var þá mjög fágæt þar, hvað þá að sumarlagi. Bendir þessi fóðurkrafa hestsins á, að hann hafi ekki verið ættaður af Gautlandi, heldur sunnan eða austan yfir Eystrasalt, og má það vel vera,því aðþá varþar víða góður hestakostur, t. d. í Garðaríki. — Líklegt er, að mikil kynbót hafi orðið af Kinnskæ, því margir Austurlendingar hafa orðið kyn- sælir hér vestur í álfunni, og víst var fyrsti ættliðurinn góður, yngri Kinnskær, því að honum reið Þórir yfir Þorskafjörð hvort sem var flóð eða fjara, eins og föður hans. Þá sýnir sagan um Kinnskæ, að svo voru gæðingar virtir mikils hér, að þeir eru fluttir út hingað eftir að landið er albyggt, og því nógir hestar, aðeins af þvi að þeir voru metfé. Kynbótunum var venjulega svo hagað í fornöld, að hrossabónd- inn átti hóp af hrossum, sem nefndur var stóð. í hverju stóði var 1 stóðhestur og 2—6 hryssur. Er líklegt, að ýmsir bændur hafi látið kynbótahrossin ganga í girð- ingum, ef ekki voru fyrir hendi afskekktir hagar, því að víða voru þá afgirt stór svæði, og gamalt er máltækið, að „garður er granna sættir". Þá hefir1 það og stutt kyn- bæturnar, að fullorðnir stóðhest- ar verja ætíð öðrum hestum að koma í þann hóp, sem þeir ráða fyrir. Stóðhrossin voru oftast samval- in að lit, og þóttu metfé. Fornsög-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.