Dvöl - 01.07.1940, Page 74

Dvöl - 01.07.1940, Page 74
232 D VÖL stofunni og þau voru í hamslaus- um áflogum. Við héldum fyrst, að líf hennar væri í hættu og réðumst á Stephen og héldum honum föst- um og þá urðum við vör misskiln- ings okkar. Catherine hélt á stórri sveðju í hendinni og um leið og hún losnaði við Stephen, hóf hún upp sveðjuna og lagði henni hvað eftir annað í andlitið á sér. Það er það hræðilegasta, sem ég hefi séð. Hún hafði víst alveg tapað sér í bráðina, og meðan við börðumst við að ná af henni hnífnum hróp- aði hún í sífellu: „Svona, Stephen — nú er ég — eins og þú — og þú þarft ekki að vera afbrýði- samur — lengur. — Það er engin hætta á, að ég verði beðin að sitja fyrir framar. — Það er fegurð, sem þeir sækjast eftir — og fegurðin verður hvorugu okkar byrði hér eftir. — Verður hún það — Steph- en?“ Það munaði minnstu, að hún dæi í sjúkrahúsinu. Stephen leið illa og hann var alltaf ákaflega hljóður, þegar hann var að heim- sækja hana. En hún hresstist fljótt og þá var hún hin glaðasta, því að hún fann, að Stephen var ekki afbrýðisamur lengur, og það jafn- vel þótt læknirinn væri bæði ung- ur og laglegur. „Nú verðum við verulega ham- ingjusöm," sagði hún oft og hjúkr- unarkonurnar sögðu, að hún væri glaðlyndasti sjúklingurinn í sjúkrahúsinu. Þau höfðu verið heima í tæpar þrjár vikur, þegar hann yfirgaf hana. — Og það var munurinn á Nýr aflgjafi. í fjórðung aldar hafa vísindamennirnir barizt við að leysa úr læðingi hið geysilega afl, sem innilokað er í atominu. Nýlega hefir náðst nokkur árangur í þessu efni í sambandi við tilraunir, sem gerðar hafa verið með frumefnið úranium, sem er þyngst allra frumefna. Úranium er unnið úr sömu jarðefnum og radium, en er þar margfalt að efnismagni. Vísindamönnun- um hefir nú tekizt að rjúfa úranium- atomið, en við það losnaði úr viðjum nægi- lega mikill kraftur til þess að rjúfa tvö önnur úranium atom og hvort þeirra rauf síðan tvö og þannig koll af kolli. Á þenna hátt myndaðist óslitin keðja af atom sprengingum, geysilegt afl, sem undir fullkominni stjórn þar til gerðra tækja, mundi fela í sér hina ótrúlegustu mögu- leika og valda byltingu í allri orkufram- leiðslu. Harpers Magazine. Vítamín í hálmi Þrír amerískir efnafræðingar hafa eftir fjögra ára rannsóknir komizt að þeirri niðurstöðu, að venjulegt komgras eða hálmur inniheldur 28 sinnum meira vita- min, hvert pund, heldur en þurrkaðir ávextir eða grænmeti. Vísindamenn þessir hafa búið til eins- konar mjöl úr þurrkuðu og möluðu grasi af hveiti, byggi, höfrum og rúg, og nú þegar er búið að setja á stofn fjórar verk- smiðjur, sem búa til þetta mjöl. „Tólf pund af hálmmjöli á ári er nægilegur vita- mínforði fyrir einn mann“, segja vísinda- mennirnir, og þar sem pundið kostar ekki meira en um 6 cent <35 aurar), ætti engum manni að vera ofvaxið að færa sér það í nyt“. Mjölið inniheldur þó ekki D-vitamin. „Time“■

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.