Dvöl - 01.07.1940, Síða 75

Dvöl - 01.07.1940, Síða 75
D VÖL 233 Fyrir dómstóli Eftir fleiðrek Gnðmnndsson fril Sandi Skammdegismyrkur yfir láði og legi, lamandi farg, sem bugar gljúpa sál. Hvikulir glampar flökta á förnum vegi, fölna og deyja, reynast bara tál. Gengur að þrepi glæsilegrar hallar góðvinur minn og hyggst að knýja á dyr. Leiðirnar grýttu lokast höfðu allar, læst voru sund og engin von um byr. Óstyrkur mannsins eykst með hverju skrefi. Efinn og vissan togast á um völd. Krókloppnir fingur kreppa fast að bréfi, kvæði, sem á að borga lífsins gjöld. Sárfættur af að ganga manna á milli, mæddur af því að biðja þá um lið; síðustu von um frægð og heimsins hylli hefir nú bundið litla kvæðið við. Rjálar við dyr með knúum hægri handar hikandi sveinn með þungan æðaslátt. Höllina byggja himinbornir andar, haukfránir mjög á dulinn skáldamátt. Lygnustu hylji Ijúft er þeim að kanna, logana tendra, kveikja úr neista bál. Andlegu fóstrin okkar beztu manna eru þar mæld og lögð á vogarskál. Svipular raddir sveininn unga hræða, svella í takt við hjartans þungu slög: Illfært er nú til andans megin hæða óþekktu skáldi, vinasnauðu mjög. Kvakað er þitt í björtu vonaveldi: Vitar á hæðum laða menn til sín. Skærasta ljós frá þeirra andans eldi einstakling sérhvern jafnt í gegnum skín. Salurinn opnast. — Ylinn leggur móti útburði lífsins þama skamma stund. Enda þótt sjálfur engrar hylli njóti, ætti að verða metið skáldsins pund. Sveipaðir Ijóma sinnar eigin dýrðar sitja í hvirfing dómendumir þar. Orsakir margar eigi verða skýrðar, afleiðing þó að finnist víðast hvar. Hásætið nálgast, upplitsdjarfur eigi, orðhagur sveinn með fágað listaverk. Afburða mælska, æfð á hverjum degi, útrásar krefst, en lendir nið’r i kverk. Andspænis valdi skarpra skapa dóma, skelfur í hendi þetta litla blað. Tignasti jöfur teygir fingurgóma, tekur við kvæði, lítur yfir það. Stendur á glóðum skáld með vaxinn vilja. Vitringar dæma bráðum stóra sál. Sjáanlegt er, að sumir brosið dylja. Samt er þó kvæðið lagt á metaskál. Fislétt er það og fellur lóðið niður. Pór slíkt að vonum. „Ráðið“ hafnar því. Kvæði, sem yrkir kunnur ljóðasmiður, kemur i staðinn. — Frægðin sígur í. Fátt er um kveðjur. Hurð á hæla skellur. Heiftin og bræðin renna gönuskeið. Eldstraumaflóð úr undirdjúpum vellur, ólgar við barm, en storknar þar um leið. Svalandi gustur, sem að yfir þýtur, sveigir að brjósti heljarkaldan sting. Stormar til grunna höll að baki brýtur. Bjarminn er horfinn. Myrkur allt í kring. Bugaði maður, vonlaus vertu eigi, viljir þú hiklaust settu marki ná. Torsótt er leið á bröttum voðavegi, viltu ekki heldur koma torgið á? Örlátur gefðu bros til beggja handa. Blasa við augum sérðu nýjan heim. Finnir þú menn, sem ofar öðrum standa, auðmjúkur skaltu smjaðra fyrir þeim. Þar stoðar lítið andans mikli máttur. Manngildið reynist einkisvirði þá. Aðstöðuvald og undirlægjuháttur afburðakostum manna niðast á. Framvegis mun, ef ferðu að ráðum mínum, fylgispök gæfa standa þér við hlið. Háttsettur maður hrósar ljóðum þínum. Heyrist um landið bergmál kveða við. Allt, sem þú gimist, er þér frjálst að kjósa. Andlegum grynnslum máttu vaða á. Kunningjar þínir keppast um að hrósa kvæðum, sem forðum enginn vildi sjá. Hindrunarlaus er vegur rauðra rósa. Ramgerðir lásar allir hrökkva frá. ICringum þig iðar veröld lífs og ljósa. — Ljómandi salir opnir standa þá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.