Dvöl - 01.07.1940, Page 77
DVÖL
235
til sveitanna, svo að orð sé á ger-
andi, en í kaupstöðum ryður hún
sér æ meir til rúms, og borgin í
Fossvogi, urðin í brekkunni móti
hásuðri, er átakanlegasta dæmi
hennar hér á landi.
Kirkjugarðurinn í Fossvogi var
vígður árið 1932 og hafa þar verið
jarðsettir um 1200 manns. Þetta er
þó aðeins nokkur hluti þeirra, sem
jarðsettir hafa verið í Reykjavík á
tímabilinu, því að mikill f jöldi hefir
verið jarðsettur í garðinum við
Ljósvallagötu. Eftir upplýsingum
kirkjugarðsvarðar hefir meðaltala
dauðsfalla í Reykjavík verið nálægt
300 manns á ári, eða um 2500
manns í átta ár. Einfaldasti út-
búnaður á leiði í Fossvogi er slétt-
múraður steinkassi, óskreyttur og
án áletrunar. Meðalverð á slíkum
umbúnaði hefir verið nálægt kr.
100,00, eða rúmlega það. Allur f jöldi
leiðanna hefir þó fengið stórum
dýrari og umfangsmeiri útbúnað og
mun hóflega reiknað, ef talið er að
meðal kostnaðarverð hafi veiúð kr.
225,00 á eins manns grafreit. Hefir
þá steinumbúnaður í garðinum á
leiðum þessara 1200 manna kostað
samtals kr. 270000,00. En ef með er
tekinn steypuumbúnaður reistur á
sama tímabili (eða fyrirfram gerð-
ur) í kirkjugarðinum við Ljósvalla-
götu, og miðað við fyrrnefnda dán-
artölu í Reykjavík, þá verður upp-
hæðin samtals kr. 562500,00. Það
skal tekið fram, að reiknað er með
verðlagi því, sem gilti fyrir stríð.
Áætlað er, að kirkjugarðurinn í
Fossvogi verði 12 ha. að stærð. Hver
grafreitur er nálægt 1.20X2.50 m.,
en auk þess eru götur og gang-
stéttir og má búast við, að það taki
yfir allt að 25% af garðstærðinni.
Verða þá eftir um 9 ha. fyrir graf-
reitina sjálfa. Kirkjugarður þessi
rúmar því um 30000 grafreiti og
með sama verðlagi á steypuumbún-
aði grafreitanna og að framan get-
ur, verður þá samlagt kostnaðar-
verð þeirra um kr. 6750000,00 — sex
miljónir sjö hundruð og fimmtíu
þúsund krónur —.
Þetta er mikið fé. Það er meira en
ferfalt kostnaðarverð háskólabygg-
ingarinnar nýju, einnar dýrustu og
vönduðustu byggingar á íslandi.
Fyrir þessa upphæð mætti byggja
steinsteypt íbúðarhús á 750 jörðum
fyrir kr. 9000,00 hvert.
Þessum tæplega sjö miljónum
króna veröur eytt í gagnlausa, þýð-
ingarlitla og fremur hégómlega
steinsteypuvarða í þessum eina
kirkjugarði á næstu 40—50 árum.
Og hverjir verða svo til þess að
hirða um hina einstöku grafreiti
að þeim tíma liðnum? Hvað verður
það metið, þetta, sem við erum að
streitast við að gera nú, oft af litl-
um efnum, til sæmdar horfnum
vinum og sjálfum okkur til hugar-
hægðar? Það verður einkis metið
og minna en það. Það verður meira
að segja rifið niður og flutt á brott
þegar stundir líða.
Það eina, sem hefir eitthvert
verðmæti í þessum efnum, er sú
huggun og fullnæging, sem við sjálf