Dvöl - 01.07.1940, Side 80

Dvöl - 01.07.1940, Side 80
238 D VÖL Bæknr Haustbækurnar eru byrjaðar að streyma á markaðinn. Dýrtíð og vöruskortur virð- ast engin áhrif hafa á bókaframleiðsluna. Og hún sýnist því ætla að vera eins mikil þetta ár og fyrr. Bækur menntamálaráðs hafa vakið einna mesta athygli af þeim bókum, sem enn hafa komið á þessu ári. Veigamest þeirra er Markmið og leiðir eftir enska skáldið Aldous Huxley í þýðingingu dr. Guðm. Finnbogasonar. Bók þessi er veg- legt minnismerki frjálsrar hugsunar og hún er eins og hressandi svaladrykkur á þessum síðustu og verstu tímum, þegar flest virðist vera að sökkva í eðju kúgunar og sjálfsblekkinga í mörgum þeim löndum, sem áður var blysberar frelsis og mann- réttinda. Bók Huxleys á það skilið, að vera lesin og það oftar en einu sinni og menntamálaráð á vissulega þakkir skilið fyrir útgáfu slíkrar bókar. Sultur eftir Hamsun var fræg bók á sínum tíma og nýtur sín prýðilega í hinni ágætu þýðingu Jóns frá Kaldaðamesi. En það er nú svo með þessa bók, að þó að hún sé vel samin og vel þýdd og á allan hátt vel úr garði gerð, þá vekur útgáfa hennar enga sérstaka gleði eða sérstakan áhuga og það er vegna þess efnis, sem hún fjallar um. Sannleikurinn er sá, að þessar bölsýnis bókmenntir, þessi eilífi harmagrátur og væl og myndir af myrkri og eymd, er orðið svo einhæft og ein- hljóma, að það er vart viðunandi. Þessar bókmenntir eru vanalega samdar af samúð fyrir þeim, sem af einhverjum ástæðum hafa orðið olnbogabörn í þjóðfélögunum, og oft mætti skoða þær sem kröfu um leiðréttingu á áberandi misfellum. En það er nú því miður svo, að áhrif þeirra eru oftast mjög gagnstæð því, sem til er ætl- ast. Þjóðskipulagságalla hefir jafnan reynzt erfitt að lagfæra, stundum af vilja- leysi, stundum af getuleysi. Og áhrif þess- ara ágætu bóka hafa því helzt orðið þau, að drepa lífstrú, kjark og sjálfsbjargar- viðleitni þessara smælingja, sem mest átti að hjálpa. — Væri það nú ekki góður áróður á þessum miklu áróðurstímum, aö ýta undir útgáfu ofurlítið hressi- legra bókmennta, eitthvað, sem hjálp- aði til að byggja upp trúna á lífið og fólkið og landið og vekti löngun til at- hafna og dáða? Væri það ekki góður á- róður, að ýta undir útgáfu bókmennta, sem lýstu fegurð og göfgi og vektu ofur- lítinn yl í brjósti, jafnvel, og ekki sízt, á dapurlegum tímum? Saga Victoríu drottningar eftir Lytton Strachey er skemmtileg aflestrar. Hún er skrifuð í hinum nýja, rómantíska æfi- sögustíl, sem frægastur hefir orðið af æfi- söguritum þeirra Stracheys og Emil Lud- wigs. Bók þessi er fremur hroðvirknislega þýdd með köflum, en málið þó fjörlegt og lifandi. Uppruni og áhrif Múhameðstrúar eftir Frank le Sage de Fonteney, sendiherra Danmerkur hér á landi, fjallar um efni, sem jafnan hefir verið fjarlægt okkur íslendingum, en er þó engu að síður merkilegt og girnilegt til fróðleiks. Bók þessi er læsileg og hvorki of vísindaleg né of löng til þess að vera lesin af alþýðu manna. Sagnaþœttir Guðna Jónssonar er ný syrpa af þjóðsögum úr hinum ótæmandi sjóðum islenzkra sagna. Þarna eru ramm- ar draugasögur, jafnvel frá allra síðustu árum, eins og t. d. „Dauður maður ekur í bíl“, en bókin hefst með löngum sagna- þætti um Sigríði frá Skarfanesi. Margt er þarna læsilegt á sína vísu. En væri ekki kominn tími til að aðskilja það sannsögu- lega og það yfirnáttúrlega í þessari tegund bókmennta? Dofri.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.