Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 58

Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 58
Langbeslír skornir hans! Kíkt í kassa Frímanns Helgasonar Á haustmánuðum kom Frímann Ægir Ferdinandsson, bamabarn Frímanns Helgasonar eins af frumkvöðlum Vals, til greinarhöfundar og afhenti honum kassa sem afi hans hafði haft í fórum sínum. Frímann Helgason var formaður Vals frá 1934-1937 og aftur frá 1941-1942. í kassanum var ýmislegt fróðlegt að finna en auk þess hafði Frímann Helgason geymt landslagsmálverk sem Fram hafði gefið Val á 25 ára afmæli félagsins. Silf- urskjöldur er neðst á málverkinu sem staðfestir það. Minjanefnd Vals hefur fengið kassa Frímanns Helgasonar til varðveislu en í honum eru fjölbreytt gögn, bréf, ræður, skýrslur, frásagnir, Valsblöð, ferðasögur, vísur og fleira sem tengjast sögu Vals. Eftiptaldip hlutip/gögn epu m.a. í kassanum: • Teikningar frá 19. maí 1954 af íþrótta- húsi og félagsheimili Vals auk hand- skrifaðra frumteikninga. • Frumrit af grein í Valsblaðið frá Reid- ari Sörensen sem kom til Islands árið 1923 og þjálfaði hjá Val. • Dagskrá vegna 50 ára afmælishófs Vals í Sjálfstæðishúsinu 4. mars 1961. • Eyðublöð vegna gjafa einstaklinga á birkitrjám á íþróttasvæðið að Hlíðar- enda. • Prentaður einblöðungur frá 6. júní 1919 með yfirskriftinni „Knattspymu- mót Islands." Öðrum megin á blaðinu eru liðin fjögur, Fram, Reykjavík (KR), Valur og Víkingur auk liðsupp- stillingar. Á bakhliðinni em fimm aug- lýsingar. Á framhliðina hefur einhver Valsmaður skrifað: „Tókum þátt í þessu móti vegna fjélagsskapar og fjárhags. Einnig stóð handskrifað að Valur tapaði 9:0 fyrir Fram, 3:0 fyrir Reykjavík og að Valur hafi ekki leikið við Víking vegna liðsskorts. Leikmenn Vals, sem lék í bláröndóttum peysum og bláum buxum, voru tilgreindir: Stefán Ólafsson, Helgi Bjarnason, Fil- ippus Guðmundsson, Tómas Alberts- son, Magnús Guðbrandsson, Ólafur Bergmann, D. Þorkelsson, S.T. Gunn- arsson, Guðmundur Jósefsson, Axel Gunnarsson, Karl Þorsteinsson, Guð- mundur Guðmundsson og Elías Jóh. Frumrit af nótum „Valsmarsins“. Grein úr Alþýðublaðinu um úrslitaleik Islandsmótins 1930 þegar Valur sigr- aði KR, 2:1 með mörkum frá Jóhann- esi Bergsteinssyni. Þetta var 1. íslands- meistaratitill Vals. „Gerðu Valsmenn margar prýðilegar árásir að marki KR og sýndu í þeim ljómandi samleik en ekki heppnaðist þeim að gera fleiri mörk hjá KR, enda voru flestir KR- ntenn komnir í vörn.“ Gamlar reglur fyrir félagsheimili Vals: Góðir Valsmenn og gestir. Minnizt þess: 1) Að ganga snyrtilega um húsakynni heintilisins og fara vel með hús- búnað þess. 2) Að sýna háttvísi í meðferð tóbaks og fara varlega með eld. 3) Að áfengi má ekki hafa um hönd í félagsheimilinu eða á lóð þess. 4) Að menn undir áhrifunt áfengis fá ekki að dveljast í í félagsheimilinu. 5) Að glaðværð og prúðmennska er skilyrði skemmtilegs félagslífs. (Húsnefndin) Tillögur að starfsemi unglingadeilda innar félagsins. (Mjög ítarlegt) Lög Knattspymufélagsins Vals, sam- þykkt 25. febrúar 1958. „Búningur fé- lagsins er rauð peysa með hvítum kraga og uppslögum, hvítar buxur með blá- um leggingum og himinbláir sokkar með hvítum stroffum." Fjöldi gamalla Valsblaða. Sumarauki tileinkaður m/s Gullfossi. Blá mappa með rnynd af Gullfossi og nótum. Texti eftir Guðjón Halldórsson. Lag eftir Sigfús Halldósson. Blaðaúr- Mynd úr kassa Frímanns Helgasonar af 4. flokki Vals árið 1951. Efri röð frá vinstri: Pál! Guðnason unglingaleiðtogi, Guðmundur Asmundsson, Steinþór Arnason, Þórir S. Guðbergsson fyririiði, Þórður Ulfarsson, André Kristmundsson, Benedikt Sveinsson. Neðri röðfrá vinstri: Geir V. Svavarsson, Þorsteinn Friðjónsson, Björgvin Hermanns- son, Elías Hergeirsson og Olafur Asmundsson. 58 Valsblaðið 1999

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.