Valsblaðið - 01.05.2001, Page 4

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 4
Statt upp! Jólahugvekja eftir sr. Friörik Friöriksson, flutt í Ríkisiitvarpinu 21. desember 1946 Statt upp, skín þú, því að Ijós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans hirtist yfir þér. Jesaja 60:1-2 Jólin eru að renna upp! Þau koma inn í skammdegismyrkrið; þau koma til að vitna um ljósið. Jólin eru boðberi hins hæsta. Þau verða að vísu að segja fyrst: „Sjá, myrkur grúftr yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum.“ Skammdegismyrkrið hið ytra, og sorti vantrúar og guðleysis hið innra í sálum margra. Og svo renna jólin upp og jólahátíðin kemur sem spá- maður Drottins, sem kallari hins mikla konungs. Boðskapur jólanna berst út yfir allt landið og hrópar með spámannlegum myndugleika til allra og til hverrar ein- stakrar mannssálar sem hlusta vill á boð- skap hátíðarinnar: Statt upp! Skín þú! Sjá, í náttúrunni eru sólhvörfin liðin og sólin er byrjuð á leið sinni hingað til norðurs - en einnig þetta hið ytra er fagnaðarefni fyrir okkur sem búum svo norðarlega. Jólin koma til okkar með þennan boðskap: Nú fer daginn að lengja, brátt sigrar birtan. En jólahátíðin hefur stærri boðskap að færa en þetta: Hún kallar til vor allra: Statt upp! Vakna þú sem sefur í vantrúar- myrkri, sefur undir sorta hálfvelgjunnar og andvaraleysisins! Statt upp og vakna þú er sefur, og þá mun Kristur lýsa þér. - Því sjá, ljós er komið af hæðum, dýrð Drottins er að renna upp yfir þér. Jólahá- tíðin boðar að inn í myrkur heimsins, inn í sorta spillingar, eymdar og dauða, er ljós heimsins, Jesús Kristur, kominn til þess að skína, reiðubúinn til að upplýsa hvem mann sem vill standa upp og gera alvöru úr því að taka á móti ljósi náðar- innar og frelsisins. Jólin boða oss að Guð vill láta dýrð sína upp renna yfir oss. Jesús er dýrð Guðs. Hann einn og enginn annar! Hann er runninn upp! Það er byrjun þess sem jólin minna oss á. Jesús, guðdómssólin sanna, sáttarteiknið Guðs og manna er kominn í heiminn til að frelsa synduga menn. Jólin em boðberi þessara miklu tíð- inda. Jólahátíðin er engill Guðs, sem kemur til vor með hin miklu fagnaðartíð- indi: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs! - Og jólahátíðin gefur oss hið sama tákn sem hirðunum forðum: Hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbam, reifað og liggjandi í jötu. Sá sem svo breytir eins og hirðamir forðum, sem stendur upp og skundar til þess að fara og finna og reyna þetta sem þeim var sagt, sá mun finna það sem hann leitar að. Þeir sem fara með skyndi, knúðir af innstu þrá hjartans þeir munu finna Jesú sem frelsara sinn og Drottin. Sá sem sjálfur verður eins og bam í anda og í auðmýkt lítur á barnið í jötunni og trúir þeim boðskap sem jóla- hátíðin boðar, fær það sem eitt getur nægt mannlegri sálu, finnur að ungbam jólanna verður honum frelsi og líf, því ungbarnið á jólunum er hinn sami Krist- ur sem hékk á krossinum og dó fyrir oss, svo að vér mættum komast út úr myrkr- inu og sortanum inní hið undursamlega ljós Guðs dýrðar. Og ungbamið í jötunni er einnig sá er uppreis frá dauðum og skildi eftir gröfina auða. Hann er sá sem að uppsté til himins og situr við Guðs hægri hönd; hann sem allt vald er gefið á himni og jörðu; hann sem einnig, að allri baráttu lokinni, kemur aftur að dæma lif- endur og dauða. Það er hann, sem eftir himnaför sína sagði við Jóhannes, sinn elskaða læri- svein: „Ég er Alfa og Omega segir Drott- inn Guð, hann sem var og er og kemur.“ Hann var frá eilífðardögum sannur Guð 2 Valsblaðið 2001
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.