Valsblaðið - 01.05.2001, Side 9

Valsblaðið - 01.05.2001, Side 9
Guðni hafði treyjuskipti við enska landsliðsmanninn Andy Cole eftir að Bolton lagði Manchester United að velli á Old Trafford á dögunum. Og Guðni gaf Bergi syni sínum treyjuna. gegn Ipswich og lagði síðan upp sigur- markið í leiknum. Og var vitanlega kos- inn besti leikmaðurinn, eins og oft áður. Það liggur í augum uppi að Guðni var (og er enn) feikilega skemmtilegur sam- herji, orðheppinn og stríðinn - bæði inn- an vallar sem utan. En engu að síður var eldmóður sigurvegarans alltaf til staðar, krafturinn sem þeir einir hafa sem ná á toppinn. Guðni er gott dæmi um íþrótta- mann sem tekur sjálfan sig ekki of hátíð- lega, er gleðigjafi öllum stundum, hefur þægilega nærveru - og kemst alla leið. Sannur leiðtogi. Ian Ross, sem þjálfaði Val á árunum 1984—1987, vissi mætavel hvaða bjó í Guðna þótt „stráklingurinn" léti ekki alltaf að stjóm. Einhverju sinni, þegar Ross þótti Guðni gera eitthvað sem var þjálfaranum ekki að skapi, sagði enski harðjaxlinn. „Þú verður aldrei at- vinnumaður, Guðni.“ Það var augljóst að Ross hefði aldrei sagt þetta nema vegna þess að Guðni hafði allt að bera til að komast í allra fremstu röð. Eflaust hefur „Roscoe" verið að stappa stálinu í Guðna. Minnstu munaði að Guðni reimaði ekki á sig knattspymuskó af neinni al- vöru því hann spilaði sinn fyrsta meist- araflokksleik í handbolta 15 ára gamall. 17 ára var hann farinn að spila reglulega og hafði tekið þá ákvörðun um að snúa sér alfarið að handboltanum. Guðni lék með 18 ára landsliðinu í handbolta og 16 og 18 ára landsliðinu í fótbolta en var Páldís Björk svaf í fangi móður sinnar innan um 70.000 manns í Cardiff þegar Bolton tryggði sér sœti í ún’alsdeildinni þann 20. maí 2001. Og sú stutta vaknaði ekki þótt móðirin fagnaði með látum. orðinn langeygður eftir tækifæri með meistaraflokki í fótbolta. „Það voru þó nokkur vonbrigði að vera ekki valinn í meistaraflokkshópinn sumarið 1983,“ segir Guðni. „Þá var ég að verða 18 ára og Þjóðverjinn Claus Peter þjálfari. Hann kallaði reyndar á mig fyrir leik gegn Keflavík um miðbik möts. Eg kom inn á í leiknum, var settur á miðjuna en í næsta leik á eftir, gegn Breiðabliki, var ég í byrjunarliðinu, sem senter. Mér tókst að skora og eftir það var ekki aftur snúið.“ Guðni spilaði nokkra leiki til viðbótar sem framlínumaður en var síðan settur í „sweeperinn“ þar sem hann hefur verið í eldlínunni í tæp tuttugu ár. Andstæðingar hans í dag eru leikmenn á borð við Dav- id Beckham, Andy Cole, Michael Owen, Robbie Fowler og svo mætti lengi telja. „Eg var í ntjög sterkum hópi í hand- boltanum og lék með Geir Sveinssyni, Valdimar Grímssyni, Júlíusi Jónassyni, Jakob Sigurðssyni og fleirum. Nokkrir úr þessum sterka kjama Valsmanna enduðu í heimsliðinu einhverjum árum síðar. Á þessum árum taldi ég mig geta náð lengra sem handboltamaður en fótbolta- maður og þess vegna kitlaði handboltinn mig rneira." Þess má til gamans geta að á þessum árum var Guðni álitinn einn efni- legasti handknattleiksmaður landsins. En knattspyman hafði sigur og árangurinn er öllum ljós. Guðni lék um 110 leiki í efstu deild með Val í fótbolta en með Evrópuleikj- um, bikarleikjum og leikjum í Reykja- víkurmótinu slaga leikimir hátt í 200. Hann var seldur til Tottenham haustið 1988 og gerði rúmlega fjögurra ára samning. „Það var mikið stökk að fara til Tottenham og kannski fullmikið. Ég þreyttist þegar leið á tímabilið, var inn og útúr liðinu, og undi því illa að sitja á bekknum. I raun festi ég mig aldrei í sessi. Ég spilaði að jafnaði helming leikja Tottenham á þessum ámm. Terry Venables var framkvæmdastjóri og hann lét mig spila sem hægri bakvörð en ég tel hafsentinn henta mér betur. Engu að síð- ur var þetta spennandi tími því liðið var í toppbaráttunni. Og þetta var gífurlega góð reynsla. Eftir á að hyggja hefði ég átt að geta gert betur á þessum ámm en ég spilaði um 100 leiki fyrir Tottenham. Að loknum samningi mínum hjá Tottenham ætlaði ég að fara heim en þá var Venables sagt upp störfum. Ég var nánast kominn upp í flugvél á leið heim þegar Argentínumaðurinn Osvaldo Ardi- les, sem tók við af Venables, óskaði eftir því að ég yrði áfram hjá liðinu. Ég hafði ætlað að ljúka lögfræðinámi á Islandi og hugsa minn gang. Ég ákvað að slá til en meiddist illa í baki, það kom sprunga í einn hryggjarlið og ég taldi að atvinnu- mannsferillinn væri jafnvel á enda. Ég lék með Val sumarið ’94 og var heima í rúmt ár.“ Eftir það hófst ævintýrið með Bolton, ekki satt? „Jú, en ég flissaði pínulítið þegar ég frétti að Bolton sýndi mér áhuga því ég vissi ekki á hvaða róli liðið væri eða hreinlega hvar Bolton væri nákvæmlega. Þetta er gamall fomfrægur klúbbur, sem 2001 Valsblaðið 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.