Valsblaðið - 01.05.2001, Side 12

Valsblaðið - 01.05.2001, Side 12
Björk 4 ára), sem hafði borið veitingar í varnarmennina meðan á viðtalinu stóð, var fyrri til að svara. „Bergur, sonur okk- ar, var úti í viku í nóvember sl., og fékk að vera með á hverri einustu æfingu, á öllum fundum og þar fram eftir götun- um. Klúbburinn er svo fjölskylduvænn og notalegur. Það skiptir miklu máli.“ Guðni tekur undir það. „Þetta er mun eðlilegra umhverfi en var hjá Tottenham. I Bolton tilheyri ég ákveðnu samfélagi um 300.000 manns til samanburðar við næstum 10 milljónir í London. Fólk fylgist vel með og er gagnrýnið en engu að síður þykir flestum vænt um liðið sitt. Viðmótið er yfirleitt hlýtt. Þegar vel gengur finnur maður mun á stemmning- unni í bænum.“ Er þá gaman að fara út í matvörubúð? „Já, og ég kaupi frekar fimm epli en sex, það er ekki spurning! En í alvöru talað er gaman að vera í þessu umhverfi þar sem fólk lifir og hrærist í boltanum.“ Telurðu að Manchester United verði meistari enn eitt árið? „Ég myndi ennþá veðja mínum pening- um á það. Liðið hefur reyndar ekki farið vel af stað miðað við gæði leikmanna. Leeds á án efa eftir að veita þeim harða keppni, Liverpool líka en ég hef síður trú á Arsenal. Deildin verður vonandi harð- ari og jafnari en í fyrra, bæði á botni og toppi." Hverjir eru virtustu leikmenn úrvalsdeildarinnar? „Ætli Tony Adams sé ekki í fararbroddi. Hann er ljúfur náungi og sterkur karakt- er. Menn leiða ekki lið eins og Arsenal í 15 ár nema vera sterkir persónuleikar. Hann hefur tekið á sínum áfengisvanda- málum og leyst þau og komið meiri maður út úr þeirri baráttu. Það er í raun ótrúlegt hversu vel honum gekk miðað við hversu þyrstur hann var á fyrri árum! Teddy Sheringham nýtur líka virðingar. Michael Owen ennfremur. Hann hefur spilað frábærlega eftir að hafa átt í erfið- um meiðslum þar sem hann var ekki að kvarta eða kveina." Hefurðu ekki þénað meira síðustu tvö árin heldur en á 10 árum þar á undan? „Ég var ekkert að kvarta yfir laununum þegar ég fór til Tottenham á sínum tíma enda gerði ég góðan samning. Þá keypti ég mér Volkswagen Golf GTI og þótti góður með hann enda voru menn að dást að honum þegar ég mætti á bflnum á æf- ingasvæðið. Það þætti ekki merkilegur farkostur í dag í hópi atvinnumanna því núna eru flestir á Ferrari, Porche eða Benz hjá Tottenham og jafnvel Bolton líka. Peningarnar hafa stóraukist alls- staðar, umfjöllunin sömuleiðis, pressan og álagið á leikmönnum. Það hefur orðið bylting í þessum efnurn." á sportbflnum enda kalla þeir mig „Gráa“ eða Mid-life (fyrir Mid-life cris- is). Núna segi ég við strákana að ég fái mér tattoo og gullkeðju áður en tímabil- inu lýkur.“ „Hann notaði tækifærið og keypti bíl- inn á meðan ég var á Islandi,“ grípur Ella fram í. „Ég hristi hausinn í hringi yfir þessu uppátæki hans en fæ litlu breytt. Þetta er ungt og leikur sér, ekki satt?“ Þú hefur látið freistast í þokkaleg bíla- kaup eins og ungu gæjarnir, ekki rétt? „Jú, ég ákvað að fá mér Porche Boxster S til að geta farið frekar hratt yfir síðasta árið mitt hjá Bolton áður en ég kæmi í sólsetrið heima og fengi mér einn örugg- an Saab. Strákamir í Bolton vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ég mætti Stoltur faðir á jólaballi í Bolton með ungana sína t\’o. Hvað er það besta sem er að gerast í boltanum úti sem þú myndir vilja heimfæra upp á Island? „Það er breyttar áheyrslur varðandi þrek- þjálfun og þjálfun hugans. Við erum með sálfræðing á okkar snærum og hreinlega heilt fyrirtæki sem sinnir þeim þætti. Síðan erum við með tvo þrekþjálfara í fullu starfi sem sjá til þess að við erum í góðu líkamlegu formi. Við verðum að búa yfir krafti og snerpu til að endast í 90 mínútur. Ég efast ekki með að ís- lenskir þjálfarar séu að fylgjast grannt með því sem er að gerast úti í heimi en vissulega kostar tíma ,og peninga að vinna á þessum nótum. Metnaðargjamir þjálfarar reyna stöðugt að bæta við sig þekkingu og kynna sér þjálfunaraðferðir annarra liða.“ Lyftið þið lóðum reglulega á keppnistímabilinu? „Við lyftum einu sinni til tvisvar í viku en erum ekki með miklar þyngdir. Það Valsvörnin í Islandsmeistaraliðinu 1987. Þorgrímur og Sœvar (framliggjandi bakverð- ir) fara mjúkum höndum um „Antílópuna" sem sópaði upp sem aftasti maður í vörn. 10 Valsblaðið 2001
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.