Valsblaðið - 01.05.2001, Page 26

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 26
Magni Blöndal Pétursson, aðstoðarþjálfari, sýndi leikrœna tilburði á lokahófi meist- araflokkanna í knattspyrnu - við mikla kátínu viðstaddra. (Mynd: Þ.O.) 5. flokkur stiílkna Flokkurinn æfði 2-3 sinnum í viku yfir vetrartímann og sinnum í viku yfir sumartímann. Áhuginn og ástundun var góð hjá stelpunum og fór þeim ört fjölg- andi þegar líða tók á tímabilið og voru um 20 stúlkur að æfa í lok tímabilsins. Flokkurinn tók þátt í tveimur innan- húsmótum og sex mótum utanhúss með ágætum árangri. Á Hnátumóti KSÍ (ís- landsmótinu) vann 5. flokkur A sinn riðil. Engin úrslitakeppni var hins vegar haldin að hálfu KSI og það sem kemur á óvart var að KSÍ lét sig þetta mót litlu skipta þar sem stelpumar spiluðu sinn riðil og unnu en fengu engin tækifæri til að láta ljós sitt skína í úrslitakeppni. í Reykjavíkurmótinu komst A liðið í úr- slitaleikinn en beið lægri hlut fyrir Vík- ingi. I haustmótinu varð Valur haust- meistari í keppni B liða en lenti í 3. sæti í keppni A liða. Þjálfarar flokksins voru þær Elísabet Gunnarsdóttir og henni til aðstoðar Jó- hanna Lára Brynjólfsdóttir. Það er ljóst að Elísabet og Jóhanna skila af sér dug- miklum og efnilegum stúlkum og eiga margar þeirra örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Elísa- bet hættir nú störfum hjá Val, að sinni. Við starfi hennar tekur ungur og efnileg- ur þjálfari, Eva Björk Ægisdóttir. Við Valsmenn bjóðum Evu Björk velkomna til starfa. Aðstoðarþjálfari 5. flokks kvenna verður áfram Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir, leikmaður 2. flokks Vals, sem við Valsmenn þekkjum vel en Jó- hanna er góður Valsari og býr yfir tals- verðri reynslu af þjálfun þótt ung sé. Leikm.flokksins: Thelma Björk Einarsd. Mestuframfarir: Lilja Gunnarsdóttir Besta ástundun: Lára Osk Eggertsdóttir 6. flokkur drengja Um 45 strákar æfðu í 6. flokki í sumar, allt duglegir og hressir Valsstrákar. Vel gekk, margir leikir unnust þótt einhverjir sem töpuðust líka. Hápunkturinn hjá þessum fjölmennasta flokki félagsins í langan tíma var Shellmótið í Eyjum. Þar náðist fínn árangur innan vallar auk þess ssem liðið vann Prúðmennskubikarinn þetta árið við gríðarlegan fögnuð stórs hóps Valsara sem vel var tekið eftir í Eyjum. Það er mikill efniviður í flokkn- um og margir áhugasamir drengir sem eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Þjálfari flokksins var Magnús Jónsson en við starfi hans tekur Kjartan Hjálmarsson. Leikmaður flokksins: Allur hópurinn Mestu framfarir: Allur hópurinn Besta ástundun: Atli Már Arnórsson 6. flokkur stúlkna I upphafi tímabilsins voru mjög fáar stelpur að æfa. Þeim fór þó fjölgandi eft- ir því sem leið á tímabilið og voru orðnar um 25 þegar því lauk. Stelpurnar tóku þátt í Reykjavíkurmóti innanhúss í febrú- ar 2001 og gekk ágætlega. Næsta mót var Reykjavíkurmót utanhúss. Um miðj- an júní var haldið til Vestmannaeyja á Pæjumótið. Margar af stelpunum voru að stíga sín fyrstu skref á fótboltamóti þar. Var það álit allra stelpnanna sem þangað fóru að þetta hafi verið mjög skemmti- legt mót og fóru þær heim sem prúðasta liðið í 6. flokki. Um miðjan júlí var svo Gullmót Jámbendingar í Kópavogi. Þar gekk stelpunum mjög vel og lentu þær í þriðja sæti. Síðasta mót tímabilsins var svo Nóatúnsmót Aftureldingar. Þar var hægt, í fyrsta skipti á tímabilinu, að stilla upp tveimur liðum. Gekk þeim mjög vel og lenti A liðið í 3. sæti og B liðið í 2. sæti. Stelpumar stóðu sig því mjög vel á þessu tímabili. Þjálfari flokksins var Anna Júlíusdóttir og hefur hún verið endurráðin. Leikm.flokksins: Kolbrún Sara Másd. Mestuframfarir: Gerður Guðnadóttir Besta ástundun: Valgerður Helgadóttir 7. flokkur drengja Það var fámennur flokkur sem hóf undir- búning fyrir tímabilið 2001 en fjölgjaði ört og vom um 30 strákar komnir á skrá í byrjun maí. Flokkurinn tók þátt í nokkrum mótum á árinu. Innanhússmót vetrarins voru meðal annars Reykjavík- urmótið og tvö vinamót ÍBK.Um sumar- ið var meðal annars tekið þátt í Dó- mínósmóti Víkings, Reykjavíkurmótinu, Landsbankamóti Fjölnis, Vinamóti FH og síðast en ekki síst Lottómótinu á Akranesi. Ýmist var Valur með tvö eða þrjú lið í þessum mótum. Lottómótið var stærsta mótið og ár- angurinn góður. A liðið endaði í 3. sæti í mótinu eftir aðeins 1 tap, gegn FH í und- anúrslitaleik. B liðið fór út'úr riðlinum sínum með 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap. Gerði jafntefli við Breiðablik sem svo vann mótið. Einu liði færra var í öllum riðlum B liða þar sem mörg lið slepptu því að senda B lið. B liðið lenti í 3. sæti í sínum riðli og spilaði því um 9.-12 s.æti. Liðið vann báða sína leiki í því umspili og endaði því í 9. sæti. C-liðinu gekk ekki eins vel enda aðeins yngstu drengimir í því liði og fór það svo að þeir töpuðu öllum sínum leikjum. Að öðru leyti tókst mótið hjá Valsmönnum mjög vel og var 7. flokkur félaginu til sóma í alla staði. Kjartan Hjálmarsson þjálfari flokksins vildi fá að koma að þætti foreldra drengjanna í sumar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Þeir hefðu fjölmennt á mót sumarsins og verið sjálfum sér og félaginu til sóma. Þeir hafi náð að mynda góðan og skemmtilegan kjama. Þá væri mikil stemmning hópnum og ljóst að hér væru framtíðarleikmenn Vals á ferð. Þjálfari flokksins, Kjartan Hjálmars- son, verður áfram þjálfari 7. flokks en hann var ráðinn til næstu þriggja ára sem og allir þjálfarar yngri flokka Vals. Leikm.flokksins: Magnús Viðar Jónsson Mestu framfari r: Guðmundur Oli Norland Besta ástundun: Guðmundur Magnússon 24 Valsblaðið 2001
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.