Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 31

Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 31
Sigfús hefur unnið hjá Samskip síðan ífebrúar enda hentar honum vel að fá að taka til hendinni. Ekkert skrifstofudútl á þeim bœ. (Mynd: Þ.Þ.) Að þessari meðferð lokinni fór ég í mánaðar eftirmeðferð á Vík. Ég æfði ekkert sumarið '99 og var reyndar af- huga handbolta fyrsta árið sem ég var edrú. Oheiðarleikinn var enn til staðar og áhugi fyrir íþróttum dalaði. Ég gerði reyndar margar tilraunir til að byrja að æfa en hætti alveg þegar Geir Sveinsson sagði við mig að þetta væri aumingja- skapur hjá mér. Þá hafði ég spunnið upp afsökun til að losna við æfingu. Ég brást við eins og lítill krakki og hætti. Mitt andlega gjaldþrot átti sér stað í desember 1999. Þá sá ég engar leiðir og lenti í sjálfsmorðshugleiðingum og allskyns rugli. I framhaldi af þessu talaði ég við góðan vin minn í samtökunum og ákvað að fara í gegnum 12 spora kerfi SÁÁ. Ég klikkaði reyndar í þremur fyrstu tilraun- unum en náði loksins að ljúka þeim með aðstoð prests. Eftir það fór ég að taka sjálfan mig í gegn, r'æddi við fólk sem ég hafði brugðist eða svikið og baðst fyrir- gefningar. Það tók sinn tíma að gera upp sakir við alla. Síðan tók það mig tvo mánuði að öðlast kjark til að tala við Geir þjálfara. Ég byrjaði að æfa fyrir al- vöru í nóvember fyrir ári og síðan hefur allt legið upp á við. Og ég hef verið að uppskera á öllum sviðum." Sigfús byrjaði að spila með Val að nýju f febrúar 2001 og um mánaðamótin maí júní sló hann eftirminnilega í gegn með íslenska landsliðinu gegn Hvít Rússum, bæði hér heima og í Rússlandi. Ertu bitur vegna þeirra ára sem fóru í súginn? »,Ég lít á þetta sem skóla en mjög dýran skóla. Ég fómaði konunni og baminu og slíkt gera menn ekki nema vera í tómu tjóni. Ég flosnaði upp úr skóla, flengdist a milli vinnustaða, eyðilagði næstum því •þróttaferilinn og kom óorði á mannorð mitt með ofbeldi, lygum og þjófnaði. Það tekur tíma að vinna traust aftur en batnandi mönnum er best að lifa. Maður lærir ekki að meta það góða í lífinu nema ganga í gegnum einhverja erfiðleika. Þótt þessir erfiðleikar hafi næstum geng- ‘ð að mér dauðum kenndu þeir mér að meta lífið upp á nýtt. Núna reyni ég að hafa gaman af öllu sem ég geri.“ Hver er þín tilfinning fyrir Valsliðinu það sem af er vetri? „Við getum hæglega klárað íslandsmót- *ð. Liðið er skipað ungum, teknískum og Sr>öggum handboltamönnum sem hafa alla burði til að ná mjög langt. Við þurf- um að læra að halda okkur á jörðinni þrátt fyrir gott gengi. Takist það er allt hægt.“ Eru menn hættir að spila varnarleik á Islandi? „Á þeim tveimur árum sem ég missti úr breyttist handboltinn úr því að vera brjálaður vamarleikur yfir í að vera brjálaður sóknarleikur. Samt sem áður höfum við verið að spila leiki þar sem við skorum fá mörg og fáum á okkur enn færri. Það sem við líðum fyrir í dag er ákveðin óþolimæði leikmanna. Það vantar ekki viljann og metnaðinn í strák- ana. Þeir mæta á séræfingar, lyfta auka- lega, mæta á skotæfingar og leggja sig alltaf 100% fram. Þegar upp er staðið mun þetta skila okkur einhverjum doll- um!“ Hversu mikið finnst þér þú eiga inni sem handboltamaður? „Ég er ósáttur við frammistöðu mína í vetur. Ég á helling inni, einkum varnar- lega. Ég ætti að vera í betra formi og létt- ari og mun bæta mig hvað það varðar.“ Hvernig er sú tilfinning, aðeins ári eftir að þú nærð þér á strik, að vera það eftirsóttur að bestu lið Þýskalands eru að bítast um þig? „Það er æðisleg tilfinning og ég var rosalega hissa þegar áhugi liðanna kviknaði. Þótt ég hafi ákveðið að ganga til liðs við Magdeburg næsta sumar trufl- ar það mig engan veginn núna. Allir íþróttastrákar eiga sér þann draum að verða atvinnumenn þannig að ég hef stefnt að þessu leynt og Ijóst. Þetta var eitt af þeim markmiðum sem ég setti mér eftir að ég byrjaði aftur að æfa en í sann- leika sagt hefur það ræst töluvert fyrr en ég þorði að vona. Ég vissi að getan og hæfdeikamir voru til staðar og því var þetta spuming um hvað ég væri tilbúinn að leggja á mig.“ Hvernig voru viðtökurnar í Magdeburg? „Mér fannst eins og þetta væri stærri út- gáfa af Hlíðarenda. Þótt Magdeburg skarti flottum hetjum þá er alveg sami „kúk og piss húmorinn" þar og hjá Val. Þetta eru bara 22-35 ára gamlir strákar að leika sér. Þannig á það að vera, því léttleikinn verður alltaf að vera til staðar.“ Hvað viltu segja við unga Valsmenn sem líta upp til þín í dag? „Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa trú á sjálfum sér, vera heiðarlegur og fara ekki út í óreglu. Þá er ég að tala um tóbak, brennivín, dóp, sælgæti eða gos. Allt sem heitir óhóf er óhollt. Verið trú ykkur sjálfum." 2001 Valsblaðiö 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.