Valsblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 45

Valsblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 45
afsalaði sér engan veginn eignarétti sín- um á þessum skika og það var svona undirliggjandi að félagið gæti tekið það mál upp aftur síðar og við annað tæki- færi, a.m.k. var það minn skilningur. Malarvöllurinn var vígður árið 1949 og var það séra Friðrik, stofnandi Vals, sem vígði völlinn. Af því tilefni léku guttamir í fimmta flokki fyrsta leikinn á vellinum og þar skoraði Þórður Jón, son- ur minn sem þá var nýorðinn tíu ára, sig- urmark Vals í leiknum. I framhaldi af þessu var ráðist í að koma gömlu útihúsunum á Hlíðarenda, fjósi og hlöðu, í nothæft ástand og koma þar upp bað- og búningsaðstöðu. En verkefnin voru óþrjótandi og við höfðum metnaðarfullar hugmyndir um næstu skref í uppbyggingu svæðisins en þar voru það peningamir sem vom, að því er virtist, óyfirstíganlegur þröskuldur. Árið 1950 lét ég af formennsku í Val en tók þess í stað að mér formennsku í nefnd sem átti að sjá um framkvæmdir á svæðinu. Árið 1953 var tekin ákvörðun um að reisa iþróttahús að Hlíðarenda. Það varð e.t.v. til að ýta við okkur að KR-ingar hófu einmitt um þetta leyti að að byggja sitt fyrsta stóra íþróttahús. Við ákváðum því að reisa stálgrindarhús, en hvemig og fyrir hvaða peninga, það vandamál leystum við með bjartsýni og samstilltu átaki. Við hófumst handa snemma vors 1954. Vart er hægt að tala um að við höf- um fengið fjárstyrk til verksins. En þá datt mér í hug að koma á tombólu eða hlutaveltu til að afla fjár. Félögum mín- um fannst það heldur hæpin hugmynd. En ég hafði tröllatrú á þessari hugmynd minni og fékk sjómenn sem ég þekkti til að kaupa ósköpin öll af fallegum og vönduðum leikföngum í Bandaríkjunum °g flytja heim með sér. Við þurftum að sækja um sérstakt leyfi til að fá að halda tombóluna en happadrætti með þessu fyrirkomulagi hafði aldrei verið reynt hér áður. Síðan fengum við inni með allt góssið í húsnæði sem þá var í byggingu á horni Laugavegs og Frakkastígs og var ekki nema rétt fokhelt. Þar var leikföng- unum stillt upp, inni og út í sýningar- gluggana, til sýnis fyrir almenning. Dubbuðum við nokkra félagsmenn upp í jólasveinabúninga og sáu þeir um miða- söluna. Slíkt ævintýraland hafði aldrei sést hér fyrr. Fyrirkomulagið á þessu hjá okkur var nýjung en menn keyptu sér miða og fengu strax að vita hvort og hvað þeir hefðu unnið. Tombólan var haldin á að- ventunni en vinningshafar fengu hins vegar ekki vinningana afhenta fyrr en rétt fyrir jól. Á meðan voru öll herleg- heitin til sýnis. Var jafnan örtröð fyrir utan sýningargluggana af fólki sem var komið til að berja leikfangadýrðina aug- um. Miðamir seldust upp á örskömmum tíma og voru margir æfir sem ekki fengu miða eða vildu kaupa fleiri. Eftir að öllu var lokið og uppgjör lá fyrir, og ljóst var að við höfðum þénað verulega á þessu ævintýri, fundust tíu þúsund tombólumiðar sem höfðu týnst í öllum hamaganginum. Við hefðum auð- veldlega getað selt þessa miða og grætt dágóðan skilding til viðbótar. Þetta varð fyrsta af nokkrum hlutaveltum sem við héldum í fjáröflunarskyni á meðan á byggingarframkvæmdum stóð. En ég gleymi seint æsingnum og hamagangin- um sem varð í kringum þessa fyrstu leik- fangatombólu okkar. Valsanap í vinnuham Tekjumar af hlutaveltunum nægðu til þess að við gátum haldið áfram með að steypa upp húsið og fengum í framhaldi af því styrk frá borginni út á fram- kvæmdimar. En með mikill útsjónar- semi, ómældri sjálfboðavinnu og fóm- fýsi reis húsið af gmnni. Stálgrindina í húsið hafði ég pantað frá Belgíu. Grindin var komin til landsins þegar ég les um það í erlendum blöðum að mikil verð- lækkun hefði orðið á stáli. Ég hringdi umsvifalaust í umboðsmann fyrirtækis- ins, sem við höfðum keypt stálgrindina hjá, og spurði hann hvað þessi sama grind kostaði nú eftir þessa verðlækkun. Kom þá í ljós að hún var fjörutíu þúsund krónum ódýrari og það voru peningar í þá daga. Ég pantaði strax aðra og við seldum hina með gróða. Þegar upp var staðið græddum við u.þ.b. hundrað þús- und krónur á þessum viðskiptum og það munaði um minna. Eins og áður segir var mest öll vinnan við húsið unnin í sjálfboðavinnu. Gafl- ana og veggina upp að gluggum buðum við út. Allt annað gerðum við sjálfir. Þama var einvala lið samankomið. en þar fóru fremstir þeir Bergsteinsbræður, Jó- hannes og Þórir, múrarameistarar og Magnús byggingameistari. Sigurður Ólafsson, bókhaldari hjá Hörpu, sá um fjármálin og bókhaldið fyrir fram- kvæmdanefndina en Baldur Steingríms- son var gjaldkeri félagsins og var jafnan til þess tekið hjá samböndunum IBR og ÍSÍ, hvað þau mál voru í góðu lagi hjá félaginu. Andrés Bergmann var okkar maður hjá Trésmiðjunni Völundi og sá til þess að við fengum jafnan valið timb- ur til okkar nota. Skarphéðinn Jóhanns- son arkitekt teiknaði húsið og gaf einnig alla sína vinnu. Þórður Þorkelsson stjómaði framkvæmdum við malarvöllin en það var hreint ekki auðvelt verk að stalla og jafna það svæði. Guðni Jóns- son, verkstjóri hjá á Reykjavíkurflug- velli, sem reyndar var ekki félagsbund- inn Valsmaður, lagði gjörfa hönd á plóg- inn og bjargaði okkur oft með tæki og annað sem vantaði til framkvæmdanna við vellina. Á sama tíma og við vorum að byggja húsið réðumst við í að gera grasvöll neð- an við malarvöllinn. Það var ekki árenni- legt svæðið þar sem völlurinn skyldi vera. Þetta var ein allsherjar forarmýri. Það streymdi ótrúlegt vatnsmagn undan Öskjuhlíðinni og allt Valssvæðið var rennblautt en þetta var versti bletturinn. Nokkum veginn á miðju Valssvæðinu á milli malarvallarins og grasvallarins var mikil vatnsuppspretta. En við gáfumst ekki upp og byrjuðum að fylla í þessa botnlausu hít. Þegar húsið var orðið fokhelt, snemma árs 1955, var ákveðið að fara í það strax og voraði að slétta og hreinsa þar í kring. Var ég búinn að fara yfir málið með jarð- ýtustjóranum sem hafði tekið að sér verkið. Daginn sem átti að byrja kom hann til mín og sagði: „Það er andahreið- ur í einum moldarhaugnum“. Við stöðv- uðum framkvæmdir og fómm að athuga málið. Þá komu tólf andahreiður í ljós innan um moldarhrúgumar. Voru þá allar framkvæmdir stöðvaðar í bili. Valdemar húsvörðurinn á Hlíðarenda gaf öndunum brauð og dekraði við þær á ýmsa lund. Gekk það svo langt að ef hann var ekki mættur út á réttum tíma á morgnana, komu þær í halarófu og gogguðu í dym- ar hjá honum og heimtuðu sinn morgun- mat. Framkvæmdimar við völlinn og hús- bygginguna vom í gangi samtímis en þar að kom að við komumst í þrot með hús- ið. Stóð það uppsteypt en án gólfs í tæp þrjú ár. Við vomm allir sammála urn að taka ekki lán til framkvæmdanna og tókst meira að segja að hafa nokkrar tekjur af húsinu í þessu millibilsástandi með því að halda nokkrar hlutaveltur og leigja það út sem sýningarhúsnæði m.a. fyrir rússneska vömsýningu. 2001 Valsblaðið 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.