Valsblaðið - 01.05.2001, Page 48

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 48
Agúst ásamt þekktum NBA köppum Johnny Dawkins og Hersey Hawkins. bilið. Hjá Duke er sérstakt lið skipað strákum sem stelpurnar æfa sig alltaf á móti og það gera langflest liðin í kvennakörfunni þar. En það sem vakti líka athygli mína var hve góð umgjörð er í kringum liðin. Þrír aðstoðaþjálfarar og sjúkraþjálfari, líkamsþjálfari, fram- kvæmdastjóri og rnenn sem sjá um að allt sé á sínum stað eins og boltar og Agúst ásamt NBA súperstjörnunni Ras- heed Wallace leikmanni Portland Trail Blazers. Hann er fyrrum „5star“ leik- maður. fleira. Alls voru 17 manns í kringum æf- ingamar hjá Duke og 13 leikmenn. Svona er þetta hjá öllum stærri skólum í Bandaríkjunum. Æfmgamar ganga líka mjög hratt fyrir sig, engin bið á milli æf- inga. Síðan segja menn að það sé nóg að hafa einn þjálfara hér heima en það er al- veg ljóst að betur sjá augu en auga. Þess- ari hugsun þurfa menn að breyta." Jeff LaMer, yfirmaður körfuboltans í Duke (Director of Basketball oper- ations), bauð Ágústi að koma á leik eða námskeið eftir sumarið. Þeir héldu reglulega sambandi og sl. haust bauð hann Ágústi að koma á námskeiðið sem var haldið um miðjan október. „Ég veit ekki af hverju hann valdi mig af 150 þjálfurum sem voru að þjálfa í búðunum í sumar og þeim 800 þjálfuram sem voru á námskeiðinu. Hann sagði reyndar að sér fyndist ég hafa staðið mig vel í sum- ar. Ég var kynntur sérstaklega þegar námskeiðið byrjaði og Jeff talaði um mig á fundi með öllum þjálfumnum áður en ég mætti vegna þess að ég lagði á mig langt og strangt ferðalag til að sækja námskeiðið.“ Þú hefur starfrækt þinn eigin körfuknattleiksskóla, hvernig hefur það gengið? „Síðastliðin þrjú sumur hef ég verið með körfuknattleiksskóla í Valsheimilinu og hefur iðkendum í búðunum fjölgað jafnt og þétt. I sumar styrktu Andl búðimar og voru þær kallaðar körfuknattleiksbúð- ir Andl og komu 80 leikmenn allstaðar að af landinu. Búðimar verða næsta sumar líka og koma þá væntanlega þjálf- arar frá Bandaríkjunum og vonandi fleiri áhugasamir íslenskir þjálfarar. Búðimar í sumar voru byggðar upp svipað upp og búðimar í Bandaríkjunum." Stefnir hugur þinn til Bandaríkjanna í framtíðinni, langar þig til að fara þangað til að þjálfa? „Mig langar mikið að þjálfa Bandaríkj- unum, einkum að komast að sem að- stoðaþjálfari og vinna mig út frá því. Þetta er á fimm ára plani hjá mér en áður gæti ég hugsað um að fara í kennarahá- skólann." Hversu mikilvæg telur þú að þau sambönd sem þú hefur komist í séu fyrir þig sem þjálfara? „Ég hefði væntanlega aldrei komist til Duke eða Five Star ef ég hefði ekki þekkt Pétur Guðmundsson. Hann kom mér óbeint í þessi sambönd. Ef Jeff LaMer hefði ekki boðið mér að koma núna hefði ég aldrei farið því það hefði verið of kostnaðasamt. Jeff kynnti mér líka betur fyrir þjálfurum í Duke. Hann fór t.d með mér út að borða síðasta kvöldið með Coach K. og aðstoðaþjálf- urum hans, Steve Wojciechowski og Chris Collins, sem er sonur Doug Coll- ins þjálfara Washington Wizards. Ég tal- aði við þá alla í sumar en þekki þá enn betur nú. Þegar ég talaði við Howard Garfmkel í sumar bauðst hann til að hjálpa mér að koma mér á framfæri ef ég vildi. „Garf“ er þekktur fyrir að hafa komið mörgum þjálfurum á framfæri, t.d. Mike Fratello, Bobby Knight, Rick Patino o.fl. þannig að það er ekki slæmt að geta fengið hjálp frá þessum manni. “ Ráðleggur þú íslenskum unglingaþjálfurum að reyna áð komast í svona búðir til að þjálfa og fylgjast með og hvernig væri réttast fyrir menn að bera sig að? „Ég ráðlegg ekkert síður meistaraflokks- þjálfurum en unglingaþjálfurum að kom- ast út að þjálfa í æfingabúðum, hafí þeir metnað og vilja til. Þetta er frábær reynsla því við lærum svo lengi sem við lifum. Heppilegast er að þekkja einhvem sem getur skapað sambönd eins og Pétur gerði í mínu tilviki. Ég gæti líka eflaust hjálpað til ef ég vissi að viðkomandi væri duglegur og áhugasamur. Ég fer aft- ur út næsta sumar og tek þá með mér leikmenn og eflaust verður líka pláss fyr- ir áhugasama þjálfara." Að lokum einhver holl ráð til unglingaþjálfara? „Það er aldrei nein ein rétt leið að mark- miðinu, heldur margar áhugaverðar. Farðu þínar eigin leiðir og tileinkaðu þér þá hluti sem henta þér og þínum aðferð- um. Áhugi skiptir öllu máli því um leið kviknar áhugi hjá leikmönnum þínum. Leggðu þig alltaf fram því ef þú ætlast til að leikmenn þínir leggi sig fram verður þú að gera slíkt hið sama. Búðu stöðugt til krefjandi verkefni fyrir leikmennina. Þú uppskerð eins og þú sáir.“ 46 Valsblaðið 2001
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.