Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 57

Valsblaðið - 01.05.2001, Síða 57
núna eru efnilegir strákar að koma upp í mörgum liðum sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða. Kjami okkar aldurs- hóps hefur m.a. orðið Norðurlandameist- ari með U-18 ára landsliðinu þannig að menn hafa ýmislegt til brunns að bera.“ Gömlu mennirnir, Júlli og Geiri, höfðu einhvern tímann á orði að þegar þið komuð inn í meistaraflokkinn hafi nýr húmor rutt sér til rúms. Hvers konar húmor einkennir ykkur? BJARKI: „Það er ekki hægt að segja frá því í Valsblaðinu en hins vegar er Júlli mesti snyrtipinni sem til er. Við köllum hann yfirleitt JJ, Clintarann (Clint East- wood) eða Amold (Schwarzenegger). Þótt æfingar hafi verið búnar klukkan 10 á kvöldin þurfti Júllí alltaf að „gela“ sig í klukkutíma fyrir svefninn. Hann er hreint ótrúlegur og- árangur ÍR kemur ekki á óvart því menn komast langt á snyrtimennskunni. JJ er snillingur. Júlli Gunn er engu minni snyrtipinni og hann hefur fengið að finna fyrir okkur en það sem við höfum gert á þeirra hlut er pent, en þó ekki prenthæft.“ Eruð þið með eintóman kúk og piss húmor? BJARKI: „Það hlæja allir að prumpu- bröndumm þótt það þyki kannski ekki fínt. Helsti húmorinn í bíómyndum í dag er aulahúmor og hann er okkur að skapi. Kannski eldist þetta af manni en þá er hætta á að maður glati æskunni!" SNORRI STEINN: „Grínið hjá okkur hófst í 5. flokki með snjókasti sem þró- aðist út í eggjakast og síðan út í annað °g meira. Og alvarlegra. Það er ákveðið kikk þegar andrenalínið fer í botn við ýmsar aðstæður. En við höfum aldrei meitt neinn.“ A Valdi Gríms ekki sínar skemmtilegu hliðar eins og Clintarinn? SNORRI STEINN: „Valdi veit allt. Hann heldur það. Alveg klárt, að eigin sögn. Maður hnikar honum aldrei. Hans skoð- anir eru þeir einu réttu, allar aðrar prump, eins og kom glögglega í ljós á fyrstu æfingunni með Geir Sveinssyni. Geir var að setja upp kerfi í æfingabúð- um, hafði lagt mikla vinnu í þau og vildi virkilega að þau gengu upp. Við ungu strákamir höfðum heyrt að Valdi hefði akveðnar skoðanir en við trúðum því aldrei að hann væri eins fastur á þeim og talað var um. Þegar Geir hafði lokið við að útskýra kerfið sagði Valdi: „Bíddu að- Léttleikinn hefurfleytt þessum piitum langt og þeir eiga framtíðina fyrir sér. eins. Er ekki betra að línumaðurinn liggi héma, þannig að ég geti komið upp inn, stokkið upp og skorað." Geir sagði að kerfið yrði eins og hann hefði sett það upp. „Já, þá er það bara rangt," sagði Valdi ákveðinn. Við guttamir litum hver á annað og sprungum af hlátri því við trúðum því að ekki allt hefði verið satt sem var sagt um Valda. Hann er ótrúleg- ur karakter og sjálfstraustið hefur fleytt honum langt. Hann hefur óbilandi trú á sér og það er gott og blessað. Hann var sannfærður um að hann væri bestur okk- ar allra í fótbolta en_gat í raun ekki neitt." BJARKI: „Þótt þetta sé hverju orði sannara bemm við ómælda virðingu fyrir þessum gömlu jöxlum. Þeir eru toppná- ungar og okkar fyrirmyndir, algjörir kóngar. Geir er frábær þjálfari, mikill húmoristi, traustur karakter og félagi. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að jaxlamir væm bullandi húmoristar sjálfir og það ýtti undir okkar grín.“ Draumatakmark Snorra Steins og Bjarka er að vinna titla með Val og spila með Barcelona. Bjarki bætir því við að hann langi líka að spila með bróður sín- um (Degi, sorrý Lalli) í landsliðinu. „Það er verst að Lalli er hættur en hann var líka góður í handbolta," segir Bjarki. SNORRI STEINN: „Við spiluðum reyndar með Lalla í B-liði meistara- flokks í bikamum. í þeim leik átti Lalli lélegasta handboltaskot sem ég hef orðið vitni að. Hann stökk upp fyrir utan, þmmaði í gólfið og boltinn fór upp í þak. Hreint ótrúlegt." BJARKI: „Lalli segir að við Snorri Steinn höfum tekið upp „undirhandar- skotin" eftir honum. Hann kallar það Kínaskotin, þessi snöggu." Að lokum sögðu piltamir að þeir væru mestu slóraramir í meistaraflokki. „Við slómm yfirleitt í klukkutíma eftir æfing- ar, dinglum okkur í Valsheimilinu. Nokkrir hanga yfirleitt með okkur fram- an af en við endum alltaf tveir. Rifjum upp sögur af Stefáni Redskin sem leikur nú með Grótt/KR,“ segir Bjarki. SNORRI STEINN: „Ef við þyrftum að búa til bók um furðulega karaktera myndu sögur af Stefáni Redskin (Stefáni Þór Hannessyni), fylla heilt bindi.“ BJARKI: „Já, þar yrði sitt MIKIÐ af hverju. Hann er fæddur hrakfallabálkur, flest kemur öfugt út úr honum og hann gerir mjög margt vitlaust. Með góðan húmor og besta skinn. Einn af okkar allra bestu vinum. Það er mikill missir að hann skuli ekki vera í Val. Asbjöm hefur reyndar tekið upp hattinn hans Stefáns hvað grínið snertir. Hann toppar allt og er tíu klössum lakari en Valdi í fótbolta, sá slakasti sem hefur komið á æfingar." 2001 Valsblaðiö 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.