Valsblaðið - 01.05.2001, Page 67
Finnngi? VÍSSÍPIDM hÖfðU
Þankar um Mulningsvelina
Fyrstu bikarmeistarar íslands í handknattleik, Valur árið 1974. Aftari röð frá vinstri. Torfi Ásgeirsson, Björgvin Guðmundsson,
Stefán Gunnarsson, Jón Pétur Jónsson, Ágúst Ögmundsson, Þorbjörn Guðmundsson, Gísli B. Blöndal, Ólafur H. Jónsson, Reynir
Ólafsson, Þórarinn Eyþórsson og Þórður B. Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar. Fremri röð frá vinstri: Gísli Arnar
Gunnarsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Ólafur Guðjónsson, Ólafur Benediktsson, Gunnsteinn Skúlason fyrirliði, Jón Breiðfjörð
Ólafsson, Bergur Guðnason og Jón H. Karlsson.
Hinn skeleggi ritstjóri Valsblaðsins fór
þess á leit við mig sem elsta hlekkinn í
hinni svokölluðu Mulningsvél, að ég
gerði nokkra grein fyrir félagsskapnum í
tilefni þessa afmælisblaðs félagsins okk-
ar. Varð ég við þessari beiðni aðallega
vegna yngra fólksins í Val, sem annað-
hvort hefir aldrei heyrt Mulningsvélar-
innar getið eða veit ekki hvers vegna
nafnið heyrist innan félagsins. Þá held ég
að nokkur fengur sé að því fyrir starfandi
og virka Valsmenn og jafnvel þá, sem
eru í öðrum félögum, að kynnast því
hvemig íþróttaiðkun getur stuðlað að
ævilangri vináttu og samveru allt frá
bamæsku til fullorðinsára. Ég leyfi mér
að fullyrða að Mulningsvélin sé einstök
innan allrar íþróttahreyfmgarinnar hér á
landi og þótt víðar væri leitað. Það
greinarkom, sem hér fylgir, ætti að af-
hjúpa hvort hér er um „karlagrobb" af
minni hálfu að ræða eða raunveruleika.
Það legg ég óhræddur í dóm lesenda.
Saga Mulningsvélarinnar er tvíþætt.
Fyrst ber því að skýra frá langri fæðingu
hennar, sem byrjaði á handknattleiksvell-
inum, þ.e. með virkri þátttöku í Val.
Seinni hlutinn fjallar svo um hvemig
hópurinn hélst saman eftir að löngum og
farsælum ferli í handboltanum lauk.
Mulningsvélin venður til
Á árunum 1962-1964 stóð handboltinn í
Val á ákveðnum tímamótum. Þá hafði
risið nýtt íþróttahús að Hlíðarenda, sem
gjörbreytti allri aðstöðu Valsmanna til
æfinga.
Kynslóðaskipti voru jafnframt að eiga
sér stað í handboltanum. Gömlu karlam-
ir, sem myndað höfðu lið Vals undanfar-
in ár og stunduðu handboltann annað-
hvort sem hliðargrein með knattspym-
unni eða vom nánast að „trimma", vom
að leggja skóna á hilluna. Valur átti í
verulegum vandræðum með að stilla upp
liði í meistaraflokki karla á þessum
2001 Valsblaðið
65