Valsblaðið - 01.05.2001, Side 68

Valsblaðið - 01.05.2001, Side 68
Mulningsvélin að störfum í úrslitaleik Islandsmótsins gegn FH árið 1971 fyrir troðfullri Laugardalshöll. Ólafur H. Jónsson (t.v.) og Stefán Gunnarsson fylgjast með Jóni H. Karlssyni þruma á markið. Og skora... vitanlega. FH sigraði 12:10. árum, m.a. vegna þess að óheimilt var að stilla upp fleiri en þremur 2. flokks leik- mönnum. Á sama tíma átti Valur frábær- an 2. flokk þar sem 6-7 leikmenn voru í unglingalandsliði Islands. Sem dæmi um vandræði okkar er einfaldast að nefna að ég var yngstur í „gamla liðinu", sem var að hætta, en endaði langelstur, 22ja ára, í nýja liðinu sem varð til þegar allir strák- amir ungu voru komnir í liðið! Vart þarf að lýsa því fyrir þeim sem þekkja handbolta hver breytingin varð á leik Valsliðsins með tilkomu ungu mann- anna. Allt í einu átti félagið „efnilegt lið“. Fjölmiðlar skynjuðu mjög fljótt að Valur var búinn að eignast breiðan hóp manna, sem flestir áttu eftir að klæðast landsliðsbúningi Islands á næstu 10-15 árum. En eins og oft vill verða í íþróttun- um „var Róm ekki byggð á einum degi“. Liðið hélt áfram að vera „efnilegt“ í þó nokkuð langan tíma án þess að titlar kæmu í hús. Það er gömul saga og ný í flokkaíþróttum, að ekki er nóg að eiga góða einstaklinga til að ná árangri. Það þarf að búa til lið. Það var ekki fyrr en 1969, sem Valur varð loks Reykjavíkurmeistari, en það mót var í þá daga „alvörumót". Valur mun þó hafa orðið íslandsmeistari utan- húss áður. Það man ég því miður ekki eftir öll þessi ár. Valur var samt smátt og smátt að að fikra sig upp í að verða eitt af stóru liðunum. Hver Valsmaðurinn á fætur öðrum komst í landsliðið og menn gerðust reyndari með hverju ári og vænt- anlega betri. Vorið 1971 lékum við frægan úrslita- leik við F.H. í Laugardalshöll um Islands- meistaratitilinn. Þar voru 3.300 áhorfend- ur og á annað þúsund manns utandyra, sem fengu fréttir innan úr höllinni. Þess- um leik töpuðum við 10-12!!! Það segir auðvitað vissa sögu um handboltann sem liðin léku. Svona tölur eru gjaman á ferðinni í síðara hluta fyrri hálfleiks nú um stundir!!! Handboltinn var auðvitað hægari í þá daga enda æfðum við miklu minna en nú tíðkast. Ég vil þó meina að vamarleikur okkar hafí verið miklu betri en nú. Ég minni á nýlegan leik okkar manna, sem fór 39-33 fyrir Val!! Okkar stórefnilegu strákar hafa miklu meira gaman af sókn en vöm! Með þessum úrslitaleik árið 1971 var Valur loksins orðinn að liði. Valur varð Islandsmeistari 1973 og Mulningsvélin var nafnið á vöm félagsins. Þarf vart að skýra nafngiftina. Vömin samanstóð af stórum og stæltum „risum" og „meðal- mönnum“ í homunum, sem höfðu snerpuna, sem „jakana" skorti. Sem sagt góð blanda og áskrift á bikara á næstu ámm. Á bak við þessa vöm stóð besti markmaður landsins, Óli Ben. Flestir meðlimir Mulningsvélarinnar urðu landsliðsmenn með tugi og sumir hundmð landsleikja undir belti. Fimm urðu fyrirliðar íslenska landsliðsins. Sem dæmi átti Valur (Mulningsvélin) sex ólympíufara árið 1972. Undirritaður er þeirrar skoðunar að ólympíufaramir úr okkar hópi hefðu átt að vera sjö. Valur varð fyrsti bikarmeistari karla vorið 1974. íslandsmeistari 1977-1979. Hápunktur var svo úrslit í Evrópu- keppni meistaraliða vorið 1980. Þar var leikið í Ólympíuhöllinni í Munchen. Val- ur hefur eitt íslenskra liða náð svo langt á alþjóðavettvangi. Sá leikur tapaðist en er samt eitt af mestu afrekum félagsins okkar. Valur varð oft Islandsmeistari utan- húss á þessum árum. Ekki man ég hversu oft enda var útimótið hálfgert gamni- og æfingamót, haldið utan æfingatímabils- ins. 66 Valsblaðið 2001
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.