Valsblaðið - 01.05.2001, Side 72

Valsblaðið - 01.05.2001, Side 72
„Like father, like son“. Gömlu körfuboltahetjur Vals hafa skilað sínu í unglingastarfið með margvíslegum hætti eins og sjá má. Stoltir feður -frá vinstri: Gústaf Gústafsson, Einar Olafsson, Kristján Ágústsson, Lárus Hólm. Fremri röð frá vinstri: Gústaf Rafn Gústafsson (8.fl.), Arnar Oli Einarsson (minnibolti), Guðmundur Kristjánsson (9.fl.) og Friðrik Lárusson (drengjafl.). langar í nokkrum orðum að segja frá þessu tímabili, nokkrum sögulegum staðreyndum og sýn unga mannsins úr Eskihlíðinni á atburði og einstaklinga. Valsmenn mæta til leiks Körfuknattleiksdeild Vals var stofnuð 29. september 1970 og tók hún við rekstri Körfuknattleiksfélags Reykjavíkur (KFR). Fyrsti formaður deildarinnar var Sigurður „stóri“ Helgason. Viðumefnið fékk Sigurður af hæð sinni. Þama voru toppmenn á ferð; Siggi Helga, Ólafur Thorlacius, Auðunn Agústsson og fleiri. Þriðji flokkur félagsins vann Reykjavík- urmótið þetta ár en það var fyrsti titill Valsmanna í körfubolta. Þar léku meðal annarra hárprúðu drengimir, Torfi Magn- ússon og Jóhannes Magnússon. Valur vann svo sinn fyrsta sigur í 1. deild ís- landsmótsins 24. janúar 1971, í baráttu botnliðanna, þegar Valur mætti Njarðvík á heimavelli. Urslitin urðu 69-58, þar sem Þórir Magnússon gerði 28 stig, Siggi Helga 19 og Kári Marísson 10 stig. Hermann Gunnarsson (knattspymumað- ur) hjálpaði samfélögum sínum og lék sinn fyrsta opinbera körfuboltaleik og skoraði 4 stig. í öllum tilvikum byrjar allt með einhverjum hætti; svona hófst körfuknattleikur í Val í afar stuttu máli. Valsmenn fara að vinna titla Á tímabilinu 1977-1978 hófst nýr kafli í sögu þessarar ungu deildar í Val. í fyrsta sinn var fenginn bandarískur leikmaður til liðsins, sem lék með og þjálfaði liðið. Pilturinn hét Rick Hockenos, vandaður drengur, var með skeggvöxt sem minnir nokkuð á kinngreiðslu afganskra náms- manna. Fyrir utan að vera frábær leik- maður, var m.a. valinn besti leikmaður tímabilsins, þá var hann góður þjálfari. Haft var eftir Torfa Magnússyni, að Hoc- kenos hafi kennt Valsmönnum leikinn frá grunni. Hockenos kom svo aftur haustið eftir, fyrir tímabilið 1978-1979, en yfir- gaf landið fljótlega og í hans stað kom Tim Dwyer. Dwyer var afar sérstakur ná- ungi, með mikið og smitandi sjálfstraust og keppnisskap sem kom sér vel fyrir Valsliðið. Hann var nokkuð góður leik- maður, líkamlega sterkur og öflugur í fráköstum, með fáránlegt skot sem ekki var til eftirbreytni (upphaf skotsins minnti frekar á klaufalega gabbhreyfmgu sem virtist aldrei ætla að enda, en lauk með því að hann kastaði boltanum frá sér í bogalaga skoti, sem fór furðu oft niður). Hann var skemmtimaður mikill, svalur og glaumgosi hinn mesti. Það var margt í atferli Dwyers sem var ágætt og til eftirtektar fyrir körfuboltamenn en annað síður til fyrirmyndar. Þá er það dómgreind hvers og eins og uppeldi í anda séra Friðriks sem gefur mönnunt hæfni að greina kosti frá löstum. Valsmönnum tókst að jafnaði að greina góða siði Dwyers frá þeim slæmu og tileinka sér þá góðu. Þetta skilaði sig- urvilja, baráttu, sjálfstrausti og góðum körfuboltamönnum, og ekki síður, alvöru töffurum. Valur varð Reykjavíkurmeist- ari strax nokkum dögum eftir að Dwyer kom til landsins. Það voru snjallir leik- menn sem fóru fyrir Valsliðinu, Þórir, Torfi, Kristján Ágústsson og Ríkharður Hrafnkelsson, Hafsteinn Hafsteinsson og fyrirliðinn Lárus Hólm og fleiri. Allt toppmenn sem unnu sinn fyrsta titil af mörgum fyrir Val. Þórir hafði orðið Reykjavíkurmeistari með KFR 1965. Keppnistímabilið ('78—‘79) var mjög jafnt, svo mjög að aukaleik þurfti til að krýna meistara. Sá leikur fór fram í Laugardalshöll. Höllin var troðin, fjöl- mennasti körfuboltaleikur fram að þessu á íslandi (2.700 manns). KR vann 77-75 í rosalegum leik. Fyrir undirritaðan, ófermdan iðkanda og áhugamann voru þetta mikil vonbrigði en Dwyer lofaði mér að Valur ntundi vinna árið eftir. Ég kaus að trúa honum. Árið eftir (tímabilið 1979-1980) var Dwyer aftur spilandi þjálfari Vals. Dwyer stóð við orðin stóru, Valsmenn unnu alla titla þetta tímabilið, unnu Reykjavíkurmótið um haustið, bikarinn og nokkru seinna Islandsmótið, eftir mikla keppni við Njarðvík. Þórir átti frá- bæran leik og skoraði 32 stig. „Loksins Islandsmeistari eftir 19 ár í körfunni“ sagði Þórir eftir leikinn. Af þessum um- mælum Þóris er hið foma máltæki dreg- ið, þolinmæði þrautir vinnur allar. Fram- hlið búninganna var nokkuð lýsandi fyrir leik liðsins, hágæða snyrtimenni - allir voru stjömur í Hollywood (auglýsing frá Hitachi - Hollywood). Snillingarnir Á þessum árum vom margir snillingar í Val, s.s. Torfi Magnússon, sem er einn 70 Valsblaöið 2001
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.